Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 102
98
Jón Thór Haraldsson
Skímir
konungs og aðals. Hitt var þó lengi á huldu, hvaða stjómar-
formi yrði á fót komið. 1 upphafi höfðu flestir hallazt að þing-
bundinni konungsstjóm, enda þótt litill minnihluti kysi lýð-
veldi fremur. En Lúðvík 16. virðist aldrei hafa sætt sig við
hina minnstu skerðingu valda sinna og greip að síðustu til
þess örþrifaráðs að hvetja erlend afturhaldsöfl til innrásar í
Frakkland. 22. sept. samþykkti konventan, að konungdæmi
skyldi um aldur og ævi afnumið í Frakklandi. Paine var kos-
inn í nefnd þá, er semja skyldi hinu nýja lýðveldi stjómar-
skrá.
Innan borgarastéttarinnar tóku nú að myndast tveir meg-
inflokkar — Girondínar og Jakobínar. Girondínar vom stærsti
flokkur þingsins, en skorti samheldni og einbeitta forystu.
Segja má, að Girondínar séu málsvarar stórborgarastéttar-
innar frönsku, en Jakobínar áttu bakhjarl sinn einkum í smá-
borgurum og bændum. Auk þess tóku nú lágstéttir Parísar
að láta æ meir til sín taka, og vom hverfaráð og borgar-
stjórn helzti vettvangur þeirra.
Þótt undarlegt megi virðast, kaus Paine sér frá upphafi
stöðu með Girondínum. Ætla mætti, að maður, sem í Eng-
landi var talinn lengst til vinstri, ætti fremur leið með rót-
tækasta hluta borgarastéttarinnar. Þó lágu til þess gildar
ástæður, að svo var ekki. 'í’msir hafa talið sig sjá merki þess,
að Paine hafi færzt heldur til hægri um það leyti, sem
amerísku byltingunni lauk, og á það einkum við um hag-
fræðikenningar hans. Paine leggur margoft áherzlu á þá röð
og reglu, sem rikt hafi í amerísku byltingunni, og er eðli-
legt, að honum hafi þótt nokkur viðbrigði að koma í þá
frönsku. Jakobínar hikuðu ekki við að leita fylgis lágstéttanna
í París, og múgurinn greip nú æ oftar fram í rás viðburðanna.
Þótt Paine hefði fulla samúð með kröfum lágstéttanna, var
allt hans viðhorf bundið borgarastéttinni, og slíkar alþýðu-
hreyfingar kunni hann ekki að meta.
I þeirri glímu, sem nú hófst, háði það mjög Paine, að hann
náði aldrei nauðsynlegum tökum á franskri tungu. Margir
halda, að Girondínar hafi beitt Paine fyrir sig og reynt að
notfæra sér álit það, er hann naut. Hvernig sem því er farið,