Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 104
100
Jón Thór Haraldsson
Skírnir
Daginn eftir skyldi út um það gert, hvort taka skyldi konung
af lifi strax eða fresta aftökunni. Þótt Jakobínar hefðu unnið
fyrstu lotu, stóðu málin svo tæpt, að þeir voru hvergi nærri
vissir um sigur. Þegar Paine gekk í ræðustólinn 19. janúar og
ritari hóf að lesa ræðu hans, kallaði Marat: „Ég tel Thomas
Paine óhæfan til að greiða atkvæði um þetta mál, þar eð
hann er kvekari og samkvæmt trú sinni á móti dauðarefs-
ingu.“ Allt fór í uppnám í salnum, og Jakobínar létu sem
óðir. Þegar kyrrð komst á, var haldið áfram lestri ræðunnar.
Helzta röksemd Paine’s og sú, er hættulegust var Jakobínum,
var þessi: „Frakkland á aðeins einn bandamann, Bandaríki
Norður-Ameríku. Þau eru eina landið, sem getur birgt Frakk-
land að nauðsynjavörum, því konungsríki Norður-Evrópu eru
í stríði við oss eða munu fljótlega verða það. Nú vill því mið-
ur svo til, að maður sá, er nú um ræðir, er af Ameríkumönn-
um talinn vinur amerísku byltingarinnar. Ég get fullvissað
yður um það, að aftaka hans mun vekja almenna hryggð í
Bandaríkjunum, og það er á yðar valdi að særa ekki svo til-
finningar bandamanns yðar. Gæti ég mælt á franska tungu,
myndi ég í nafni Bandaríkjamanna biðja yður að fresta því
að fullnægja dóminum yfir Lúðvík.“
Þegar hér var komið ræðunni, kallaði Thuriot: „Þetta er
ekki tungumál Thomasar Paine.“ Marat gekk að ræðustóln-
um, spurði Paine nokkurra spurninga á ensku og kallaði svo
yfir salinn, að þýðingin væri fölsuð. Aftur fór allt í uppnám,
nema hvað Paine stóð sem klettur úr hafinu. Garran kom
dauðskelkuðum ritaranum til hjálpar og lýsti því yfir, að hann
hefði lesið frumritið og þýðingin væri rétt. Bitari hélt áfram:
„Borgarar! Veitið ekki harðstjóra Englands þá ánægju að sjá
á aftökupallinum þann mann, sem hjálpaði til að leysa mína
ástkæru Ameríku úr viðjum harðstjórans.“ Marat þaut upp
þrútinn af bræði og hrópaði, að Paine hefði greitt atkvæði
gegn dauðarefsingu, af því hann væri kvekari. Paine svar-
aði: „Ég greiddi þannig atkvæði bæði af siðferðilegum og
stjórnmálalegum ástæðum.“
Þegar gengið var til atkvæða, töpuðu Girondínar. 21.jan.
1793 var Lúðvík konungur færður á aftökustað og háls-