Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 25
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
21
so lengi mögulegt er, og eftir því verður sá sekur í sínum
dauða, sem ei vill eta (ef hann annars getur það) og deyr
því af sulti. Exempla eru ótal við höndina, því margoft (jafn-
vel í vors kóngs ríkjum) hafa bæði meiri menn og minni mátt
uppihalda sér á soddan fæðu og annari enn lakari í belegr-
ingum borga og slota. Ekki er það lastað á þeim i Samaria,
þó þeir æti bæði asnakjöt og dúfnadrit. Þetta er að sönnu
fyrirboðið í legibus cerimonialibus eldri so vel sem yngri tíma;
en lex ceremonialis á viðstöðulaust að víkja fyrir lege natur-
ali, ei síðst í þessu falli. Confer exempl. Davidis I Sam. 21 v. 6,
þá hann og þeir, sem með hönum voru, át þau brauð, sem
hönum var óleyfilegt eftir lögmálinu. Vid. Levit. 24 v. 9.
Mun nú sjálfur Kristur sakfella hann hér fyrir, þá hann
um þetta talar Luc. 6 v. 4? Eg meina nei. Og því skyldum
vér þá fella þungan fordæmingardóm yfir vorn breyska og
fátæka bróður fyrir þann mat, er hann brúkar sínu lífi til
uppheldis í stórri hungursnauð? Hann stendur og fellur sín-
um herra. Hér af sjáið þér, hvör mín meining sé um þetta
efni. En þó skrifa eg ei þetta til þess, að eg vilji þar með
opna dyr nokkri óleyfilegri licentiæ & irregularitati, því eg
veit, að vor guð er guð góðrar skikkunar, eftir hverri vær
eigum að stunda og henni að framhalda. Er því mitt ráð, að
þeir breysku bræður, sem illa þola sult og hungurs vegna eta
hrossa kjöt, séu hógværlega áminntir, að þeir þó vakti sig að
gefa öðrum hneyksli þar með. Hinum, sem ei eta, sé einninn
sýnt og yfirbevísað þetta sé ei so stór synd sem þeir ætli. En
ef einn gjörir það neyðarlaust ellegar gantar eða neyðir aðra
þar til, það kalla eg straffsvert. In summa: mundis omnia
munda. Lesið s(ank)ti Páls orð um viðlíkt efni Rom. 14v. 13
et seqq. usqve ad finem, og munuð þér finna þar nokkuð
samhljóða mínu máli. Fjölyrði so ei framar að sinni.“21)
Árið eftir, 1758, orti Bjarni bóndi Jónsson á Knerri kvæði
til að andmæla hrossakjötsáti. Nefnist það Hrossakjötsþrœta
og er í samtalsformi, 89 sexkvæð erindi að lengd. Þar er mjög
vitnað til Biblíunnar.22) Bjarni þessi, sem auknefndur var
Latínu-Bjami eða Bjami djöflabani, orti auk þess nokkur
smákvæði gegn hrossakjötsáti. Hann hefur óttazt, að það hefði