Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 214
RITFREGNIR
M. A. Jacobsen og Chr. Matras, F0roysk-donsk orðabók. Færosk-
dansk ordbog. 2. útgáva, nógv broytt og akt. LatiS úr hortdum hevur
Chr. Matras .. . Foroya FróSskaparfelag. Tórshavn 1961.
Fyrri útgáfa þessarar bókar, sem út kom 1928, er fyrir löngu til þurrð-
ar gengin. Af þeirri ástæðu einni mætti fagna nýrri útgáfu, en ekki spill-
ir, að hún er á margan hátt betur úr garði ger en hin fyrri. Miðað við
blaðsíðutal er þessi bók um 80 bls. lengri en hin fyrri, en efnismagn er
hlutfallslega miklu meira en síðufjöldanum nemur, því að notað er nú
hentugra letur en fyrr. Uppsláttarorð nýju útgáfunnar eru miklu fleiri,
en auk þess er miklu meiri fróðleik að finna um einstök orð, fleiri merk-
ingar greindar og ýmis sambönd tekin með, sem áður voru ekki.
Einn aðalmunur þessarar útgáfu og hinnar fyrri er sá, að nú er aðeins
greindur framburður, ef um er að ræða frávik frá almennum reglum.
ICosturinn er sá, að við þetta sparast rúm. En að öðru leyti virðist mér
þetta galli. Þetta er þó að verulegu leyti bætt með því, að danski mál-
fræðingurinn Jorgen Rischel (sem stundaði eitt ár nám við Háskóla Is-
lands) ritar framan við bókina greinina Om retskrivrúngen og udtalen i
moderne færask. Greinin er skýrt og skipulega saman, og er þó höfundi
mikill vandi á höndum, því að mállýzkumunur er allverulegur í Fær-
eyjum, en enginn staðlaður, viðurkenndur framburður. Rischel hefir tek-
ið þann kost að leggja til grundvallar framburðinn á suðurhluta Straum-
eyjar og í Þórshöfn, en jafnframt getur hann við og við um framburð
á öðrum svæðum. I greininni notar Rischel í öllum aðalatriðum sömu
hljóðritun og W. B. Lockwood í An Introduction to Modern Faroese og
virðist yfirleitt hafa stuðzt mjög við þá bók. Sem sé, grein Rischels er
bæði gagnleg og góð.
Færeyska er mjög forvitnileg tunga fyrir íslendinga. Ber margt til
þess. Islenzka og færeyska hafa sameiginlegan uppruna. Báðar tungurn-
ar eiga rætur sínar í norsku frá svipuðum tima og frá svipuðum slóðum
í Noregi. Á báðar hefir keltneskt mál haft nokkur áhrif, sbr. t. d. ísl. tarf-
ur, íær. tarvur, ísl. sofn, fær. sornur o. s. frv. Þá virðast nokkur bók-
menntaleg tengsl hafa verið milli landanna fyrr á öldum, sbr. froSiS er
komiS úr Islandi. Þá hafa bæði löndin verið í nánu stjómmálasambandi
við Danmörku um margra alda skeið, og hefir það haft mikil máláhrif
bæði á færeysku og islenzku, þó öllu meiri á færeysku í daglegu orðafari.
Loks er vert að minnast þess, að báðar þjóðirnar hafa brugðizt líkt við