Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 98
94
Jón Thór Haraldsson
Skímir
vinna til þess að öðlast það, sem unnt er að öðlast með vinnu,
og fari svo, sem vanalega skeður, að hún hafi ekki árangur
sem erfiði, verður að kenna henni að leita huggunar í eilífri
náð. Hver sá, er sviptir hana þeirri huggun, þyngir byrðar
hennar og heggur að rótum alls fengs og allrar varðveizlu.
Sá, er slíkt gerir, er hinn girmmasti kúgari og miskunnar-
lausasti óvinur hins fátæka og hrjáða.“
Burke er einn mesti stílsnillingur enskrar tungu, og bók
hans hafði mikil og varanleg áhrif. Skaphitinn hleypur þrá-
faldlega með hann í gönur, og röksemdafærslan er oftlega
miður góð. Bókin ber þess einnig ljósan vott, að Burke hafði
mjög takmarkaða þekkingu á rás atburðanna í Frakklandi
og nær engan skilning á þeim þjóðfélagsöflum, sem þar voru
að verki. Þar við bætist, að samúð höfundar virðist oftast
ósönn og, þegar bezt lætur, takmörkuð: Hann grætur fögrum
tárum yfir þjáningum einstaklingsins, þ. e. a. s. sé hann af
yfirstéttinni, en lætur sig þjáningar fjöldans engu varða.
HugleiSingar um byltinguna í Frakklandi var fljótlega
þýdd á önnur mál og varð á þessum árum nánast Biblía
konungssinna í Evrópu. Söguleg þýðing bókarinnar er þó
fyrst og fremst í því fólgin, að þar er í fyrsta sinn sett fram
og rökstudd fræðileg hægristefna í stjórnmálum. Burke legg-
ur mjög sterklega áherzlu á það, að stjómarform eigi að þró-
ast. Þau réttindi, er menn hafi, hafi þeir tekið að erfðum
frá fortíð og forfeðrum, hefð og venjur sé fremur öðru mikil-
vægt til að varðveita tengslin við fortíðina og snöggar, skyndi-
legar breytingar heri því að forðast. Burke, sem upp frá þessu
var síhvetjandi til krossferðar gegn Frakklandi, mótaði einn-
ig hina sígildu og einföldu íhlutunarkenningu, þ. e. að hvert
ríki hafi rétt til afskipta af öðru, ef þar ríki stjórnleysi eða
harðstjóm.
Þegar Paine reit Mannréttindi, hafði hann að baki tólf ára
reynslu úr amerísku byltingunni. Bókin ber þess mjög merki,
að Paine hefði sjálfur staðið á sviði sögunnar og þóttist geta
talað af nokkrum myndugleik við undirokaðar þjóðir Evrópu.
Eins og lesendur munu hafa getið sér til, var kímnigáfan
ekki sterkasta hlið Paine’s, enda voru það sjaldan bjartari