Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 130
126
Stefán Einarsson
Skimir
Sturlungu að láta mennina kveða sitt vísuorð hvorn, en köll-
um annan A og hinn B, þá lítur vísuhelmingurinn svo út:
A: HQggvask hart seggir.
A: en hallask veggir,
A: illa eru settir,
A: þás inn koma hettir.
B: HQggvask hart seggir,
B: en hallask veggir,
B: illa eru settir,
B: þás inn koma hettir.
Hér er dæmi úr finnsku Porthans (1778):
A: Kansa autoja anopi B: Kansa autoja anopi
A: Ikavötze ilma kaikkí B: Ikavötze ilma kaikki
A: Menot kurjat kuultaxense B: Menot kurjat kuultaxense
A: Saadansa sadat sanomat. B: Saadansa sadat sanomat.
Porthan segir, að B taki oft undir við A, þegar hann sé að
kveða síðustu tvær samstöfur vísuorðs sins. Líka segir Por-
than, að það geti komið fyrir, að B bæti smáorðum í línuna
og breyti henni svo í tilbrigði.
Eg tek annað lærdómsríkt dæmi úr danskri þýðingu á
Kalevala, en Otto Andersson hefur tekið það úr bók Jóhann-
esar Steenstrups um dönsku (eða norrænu) fólkvísurnar i
„Upprepning och Parallelism“, Budkavlen, 1941, bls. 141:
A: Gjædden brast i tvende stykker
B: Gjædden, sandt nok, brast i tvende stykker
A: Stjerten sank og gik til bunden
B: Stjerten, siger jeg, sank og gik til bunden
A: Kun dens forpart faldt i baaden
B: Kun dens forpart faldt i baaden.
Partur B-söngvarans er hér skáletraður, en ekki má gleyma
því, að forsöngvarinn A syngur allt fyrsta vísuorðið, líka
síðasta orðið, þar sem B á að taka undir við hann. En dæm-
ið sýnir, að B hefur stundum fyllt vísuorð sitt af hortittum
og skapað svo tilbrigði. Þetta er hliðstæðulist (eins og galdra-
lag er oft) og eins og finna má í Sálmum Biblíunnar (92, 10):
Því sjá, óvinir þínir, Drottinn
því sjá, óvinir þínir farast
allir illgjörðamennimir tvístrast.