Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 68
64
Steingrímur Jónsson
Skímir
út í annarri útgáfu. Fyrri útgáfa kom út prentuð 1938 með
tæpum 2000 orðum. Voru þau flest komin inn í handrit ísl.
nefndarinnar í R.V.F.I. Síðari útgáfa I.E.C. er mun stærri
og kom fyrsti kafli hennar út 1954. Fjallar hann um grund-
vallarhugtök raffræðinnar. Gekk íslenzka nefndin frá þýðingu
hans 1957. Eru þar í 461 orð. Þá tók nefndin til við næsta
kafla um vélar og spenna með 393 orðum og tveim öðrum
smáköflum um stöðu- og straumbreyta og segulferjöld sam-
tals 156 orð, svo þarna eru komin samtals um 1000 orð, en
eigi er það nema lítill hluti safnsins, þegar allt er komið út.
Auk þess hefir orðanefnd Kjarnfræðanefndar Islands tekið
fyrir eitt hefti þessa safns I.E.C., um rafagnatækni, electro-
nics, og gefið út fjölritað 1959. Enn fremur hefir orðanefnd
Ljóstæknifélags íslands þýtt orðasafn alþjóðlegu ljóstækni-
nefndarinnar, I.C.E., sem út kom 1957. Var lokið við þýð-
inguna 1961 og hún fjölrituð í 100 eintökum. Eru þar 516
orð eða nærri tvöfaldur orðafjöldi á við sams konar hefti frá
alþjóða raftækninefndinni, svo eigi gerist þörf á þýðingu
þeirra tveggja hefta I.E.C., sem hinar nefndirnar hafa fjall-
að um, en þá eru eftir 11 hefti af þeim 17, sem út eru kom-
in og 6—8 hefti eru enn ókomin. Er þess að vænta, að orða-
nefnd R.V.F.l. haldi áfram starfi sínu og linni ekki, fyrr en
þýtt er allt safn alþjóðlegu raftækninefndarinnar.
Þá má eigi gleyma því mikla og rösklega átaki, er Mennta-
málaráðuneyti með aðstoð Orðabókarnefndar Háskóla Islands
gerði með því að gefa út á skömmum tíma 4 hefti nýyrða á
árunum 1953 til 1956 um ýms svið tækni og vísinda og með
útgáfu orðasafns Sigurðar Guðmundssonar húsameistara yfir
byggingamálið árið 1959.
Sá prófessor Halldór Halldórsson um útgáfu þeirra allra
nema fyrsta heftisins. Um það sá prófessor Sveinn Berg-
sveinsson.
En það er eins með þetta starf og störf nefnda þeirra, er
að framan getur, að starfið má ekki niður falla.
Þá má enn nefna nýstofnað stjórnunarfélag, er starfar að
stjórnunarmálum, en stjórnun er ætlað að vera sama og
management á enskunni, að tillögu Jakobs Gíslasonar raforku-