Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 167
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar
159
að fundur Leifs heppna var fallinn í gleymsku. Svo er rætt
um „draumvitrun“ hins deyjandi víkings, þar sem hann er
látinn óra fyrir framtíð Vesturheims með glæstar borgir og
mannfull torg. Minnzt er á George Washington og loks get-
ið um þær þakkir og þá sæmd, sem „Vestanmenn" sýni
„Leifs ættar ey“.
Síðasta kvæðið í áðurnefndu hefti er svo Minni gestanna.
Er það sex erindi, átta vísuorð hvert, ort við lagið Længe var
Nordens. Þetta er býsna undarlegt kvæði. Titill þess bendir
auðvitað til þess, að séra Matthías hafi ætlað sér að minnast
gestanna á þjóðhátíðinni og heiðra þá með orðum sínum í
bundnu máli. 1 reyndinni er þetta samt ekki þannig nema
að litlu leyti. öllu heldur virðist mér, að skáldið sé þarna að
kynna land sitt og þjóð fyrir gestunum. Þegar fram sækir í
kvæðið, vaknar aftur alvarleg þrá skáldsins eftir frelsi til
handa þjóð sinni. Þar segir hann gestina komna vegna þess,
að takmark okkar Islendinga sé „framför og frelsi, fullkomn-
un andans". Hann vill, að gestirnir verði snortnir af sögu
okkar, er geymir hina löngu baráttu þjóðarinnar, sem hann
kallar vamarstríð. Hann vill, að þeir verði snortnir af þeirri
þjóð, sem kvað hæst sín „sigrandi ljóð“, þegar frelsið var
lengst undan. Eins og svo oft kemur þarna fram djúpur skiln-
ingur og tilfinning séra Matthíasar gagnvart þjóð sinni og bar-
áttu hennar. Skáldið þakkar gestunum fyrir komuna af heitu
hjarta. Og enn — eins og í minnunum — býður hann vin-
áttu og biður um vináttu. Hann veit sem er, að engin þjóð
á öllu meiri fjársjóðu en góða vini.
Þannig lýkur þeim minniskvæðum, er Matthías orti fyrir
þjóðhátíðina í Reykjavík. Matthías mun hafa gert sér ljóst,
að þau eru ærið misjöfn að gæðum. Hann hefur sjálfur sagt:
Minni nokkur, sum mögur, sum allgóð, höfum við Stein-
grímur kveðið .. d)
Þegar litið er á minniskvæði þessi í heild, má raunar
furðulegt heita, hve góð þau em, einkum ef haft er í huga,
hvað skáldið hafði skamman tíma til að yrkja þau.
J) Bréf Matthíasar Jochumssoar, 230. bls., dags. 26. júlí 1874.