Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 131
Skirnir
Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng
127
Vísuorð úr Wídsíþ mundu vera svo eftir forskrift vixl-
kveðandinnar:
A: Þonne wit Scilling
A: sciran reorde
B: Þonne wit Scilling
B: sciran reorde
A: for uncrum sigedryhtne B: for uncrum sigedryhtne
A: song ahofan
B: song ahofan
Þótt vér höfum nú séð, að víxlkveðandin eða andstefju-
söngurinn kunni að hafa fylgt hetjukvæðum frá ómunatíð, ef
til vill frá upphafi þeirra með germönskum þjóðum, eins og
það hefur fylgt hetjukvæðum Finna, þá getur varla leikið
nokkur vafi á því, að eina fullkomna dæmið á íslenzku (1208),
fimm öldum eldra en finnsku dæmin (1730), er óskiljanlegt,
nema maður skýri það sem seið eða galdur frá Óðni ættað,
hinum mikla drottni og meistara norrænnar seiðmenningar
að sögn Snorra. Að mínu viti er ómögulegt að skýra draum-
vísuna i Sturlungu á nokkurn annan hátt, hins vegar vitum
vér nú, að draumvisur og draumkonur fylgja seiðmenningu
eins og hrafnar og úlfar Óðni og eins og talandi igðurnar Sig-
urði Fáfnisbana, að ekki sé talað um dá og hamfarir, sem eru
nær kjama seiðmenningarinnar. Fyrir tíu ámm héldmn vér,
að Óðinn hlyti að hafa lært seið sinn af Finnum, nú segir
oss mesti trúarsögu- og goðafræðingur Germana, Jan de Vries,
að sennilega hafi Óðinn verið galdurs faðir frá fyrstu tíð og
ekkert haft að læra af Finnum. Og fyrst ekkert fréttist frá
Siberíu, má það vera rétt.
Þar með er ekki sagt, að skýrendur germanskra hetju-
kvæða, hvort sem litið er til Eddu eða Wídsíþs, hafi ekki mik-
ið að læra af lýsingu Porthans (1778) á víxlkveðandi Kale-
ua/a-kvæðanna, þar sem nú em mestar líkur til, að Finnar
hafi lært aðferð þeirra af Germönum á Norðurlöndum.
Samkvæmt lýsingu Porthans (1778) taka tveir söngvarar
eða kvæðamenn þátt í sönginum, forsöngvari (praecantor,
Laulaja eða Paamies) og meðhjálpari (socius, adjutor, Puol-
taja eða Saistaja). Forsöngvarinn byrjar vísuorðið og syngur
einn, þar til eftir eru þrjár eða tvær samstöfur af vísuorðinu
og svo áfram, þar til kvæðinu er lokið. Lagið er alltaf eins,