Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 111
STEFÁN EINARSSON:
DÆMIUM VlXLKVEÐANDI EÐA ANDSVAKASÖNG
Á ÍSLANDI OG FINNLANDI.
Fyrir nokkru fékk eg grein, er kölluð var The Presenta-
tion of Ancient Germanic Poetry — Looking for Parallels,
eftir Taunu F. Mustanoja, prentaða í Neuphilologische Mit-
teilungen 1959, LX, 1—11. 1 þessari grein er enn eitt dæmi
um finnska víxlkveðandi. Það gerðist árið 1907, en maður-
inn, sem sá það og sagði frá því, varð frægur Shakespeare-
fræðimaður, prófessor John Dover Wilson. Hann var um
þær mundir ungur enskukennari í Helsingfors.
Mér bar ekkert slíkt happ að höndum, er eg var stúdent
við háskólann í Helsingfors veturinn 1924—1925 — að nema
tilraunahljóðfræði hjá finnska prófessomum Franz Áima, en
norræn fræði hjá finnsk-sænska prófessornum Hugo Pipping,
en báðir þessir menn vom þekktir, ef ekki frægir, í sinni grein.
En eg sá nóg af Finnlandi og finnsku þjóðinni til þess að
festa ást á háðum og hef ávallt iðrazt eftir ragmennsku mína
við að nema finnsku; en eg hélt, að einn vetur væri varla
nógur til þess að ná tökum á svo erfiðri tungu, þótt fögur og
frumleg væri. Af því að eg var íslendingur, fannst mér fram-
burður finnsku merkilega auðveldur og fagur og óskiljanlega
líkur móðurmáli mínu — háðar tungur hafa áherzlu á fyrsta
atkvæði. En eg er hræddur um, að komið hefði babb í bátinn,
er eg hefði átt að fara að herma eftir finnsku hljóðdvölina.
Þótt eg heyrði aldrei víxlkveðandi með eigin eyrum í Finn-
landi, gáfu vinir mér ágæta og fróðlega bók, Finland i 19de
seklet (Helsingfors 1898, 2. útg.). Hér las eg um Kalevala
(á hls. 310) og um alþýðuskáld (á bls. 318), og þar var á
bls. 319 pennateikning eftir F. Tilghman af Makkonen og
Kymalainen í stellingum Porthans og Dover Wilsons hald-
andist í hægri hendur, aðeins yfir borð, en hafandi hörpu eða