Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 217
Skírnir
Ritfregnir
209
Hvar rakar brandirt at sínari kaku er algengast í ísl. í gervinu skara
eld aS sinni köku, en frá 17., 18. og 19. öld eru dæmi þess, að sögnin raka
hafi verið notuð í þessu orðtaki (elzt í GOThes. 86d).
Ver(S)a viS skerdan lut „fá minna en manni ber“ er vafalaust af sömu
rót runnið og ýmis ísl. orðtök, sem sambandið skarSur hlutur kemur fyr-
ir í, t. d. bera skarSan hlut frá borSi. Sum ísl. orðtökin koma fyrir i forn-
máli.
Hann kann sœr ikki magamál á sér nákvæma samsvörun í ísl., sem
raunar er kunn allar götur frá Hávamálum, og frá 17. öld er til nokkuð
frábrugðið orðasamband: fáer kunrta fullum Maga forrád (GOTh.es. 49).
Tunn eru móSurayru(r) samsvarar ísl. þunnt er móSureyráS og leita
sum eftir nál minnir á leita áS e-u eirts og saumnál.
Skemmtilegt er orðtakið taS er sum at senda Nóa-ravn („om en, der
bliver sendt et ærinde og ikke kommer tilbage11). Ekki þekki ég samsvör-
un í ísl., en sami Biblíustaður (I. Mós. 8) hefir orðið tilefni ísl. orðtaksins
senda e-n út af örkinrd, sem mér hefir ekki tekizt að finna erlendar fyrir-
myndir að.
Gara nogluna, áSrenn tú gert bátin og smíSa nagluna fyrr en bátin
samsvara ísl. srrúSa negluna á undan bátnum, sem að vísu er ekki kunn-
ugt fyrr en frá 20. öld, en hlýtur að vera miklu eldra, sbr. vísu í GO
Thes. 46.
Hvarki ráur ella soSin samsvarar ísl. vera hvorki hrár né sdSinn, sem
kunnugt er frá 17. öld (GOThes. 70).
Málshátturinn sárt bítur soltin lús er gamall arfur, því að hann er
kunnur úr fomritum.
SkeggiS stendur so nœr hakuni er vafalaust gamall arfur, þvi að svip-
uð sambönd eru kunn frá 17. öld (JRSaml. 32), og í norsku kemur fyrir
„D’ er skyldt Skjegget og Hoka“ (Aasen, N. Ordspr., bls. 132).
Hann spyr, iS einki veit samsvarar spyr sá, sem ekki veit, og eiga sœr
staS á sér algera samsvörun í íslenzku.
Tá iS til stykkis kom er eins og ísl. þegar til stykkisins kemur, sem
kunnugt er frá 19. öld, sbr. t. d. IJHúsf. 47 (Ob.), fengið úr d. da(rtdr)
det kom(mer) til stykket.
Orðasamböndin vera til taks og standa á tambi eiga sér nákvæma sam-
svörun að formi og merkingu í ísl., og þegar Færeyingur segir eg skuldi
giviS tær um trantin, gæti eitthvað svipað hrotið út úr frænda hans á
Islandi. Svipuðu gegnir um samböndin ei koma talur á „eitthvað verður
ekki talið", sbr. ísl. koma tölu á e-S, og sum á vantar, sbr. ísl. sem á
vantar.
Að lokum mætti nefna sem dæmi um málshátt sameiginlegan færeysku
og ísl. oft veltir lítil þúfa stóru (miklu) hlassi, sem kunnugt er úr forn-
ritum, og i færeysku kvæði er ofta hevur lítil tugva/ velt so stórum lassi.
Ég vik þá næst að orðtökum, sem mér er ókunnugt um, að eigi sér
samsvaranir í ísl., en vel mætti mörg hver taka upp með litlum breyt-
14