Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 250
242
Ritfregnir
Skimir
ist liún ærið hrukkótt, af því að þeim og henni var ekki skapað nema
skilja. Ber sagan skýr og skemmtileg einkenni ritlistar Jakobs.
Hafa nú allar sögumar verið nefndar. Þó að yfirlit þetta og efnis-
ágrip séu ófullkomin, má af þeim sjá, að fjölbreytni sagnanna er nálega
svo mikil sem þær em margar. Orðalag er skemmtilega sérstætt og
kjarnmikið, persónueinkenni glögg, ekki sízt á konum, samtöl oftast eðli-
leg, fjölbreytt og ljóslifandi.
Að spegilmyndum þeim af samtið vorri, sem dregnar em fram í dags-
ljósið í þessari bók, er mikill fengur, ekki fyrir það, að þær séu allar
svo fagrar eða til eftirbreytni, heldur öllu meira til viðvömnar. Þar er
afhjúpaður ýmis ósómi, er þrifizt hefur og þróazt hvað mest á síðustu
áratugum, líkt og illgresi meðal hveitis. En sannleikurinn er jafnan
sagna beztur.
Jakob Thorarensen lét orð falla á þá lund í min eyru við útkomu
þessarar bókar, að hún yrði sú síðasta, er hann léti frá sér fara. Ég vona,
að hann skoði hug sinn vel, áður en hann fastræður að leggja hendur í
skaut með öllu.
Þóroddur GuSmundsson.
Sigurður Einarsson: KvæSi frá Holti. Rangæingaútgáfan. Selfossi
1961.
Síra Sigurður Einarsson hefur lagt gerva hönd á margt um dagana.
Bezt gæti ég trúað því, að honum þætti vænst um kvæðin alls þess, er
hann hefur afrekað. Undirritaður metur þau a. m. k. mest verka hans. Og
samt em síra Sigurði furðu-mislagðar hendur við kvæðagerðina. En
hann er ekki einn bragsmiða um það. Sami ljóður var t. d. á ráði stéttar-
bróður hans, síra Matthíasar, svo mikilll höfuðsnillingur sem hann þó
var. Og svipað má segja um Stephan G., annað stórskáldið til.
f þessari ritfregn verður ekki lögð nein stund á sparðatíning, að-
finnslur látnar liggja í láginni, þeim kvæðum sleppt, er mér fannst held-
ur fátt um eða létu mig ósnertan við endurtekinn lestur, en góðgætið
frekar gert að umtalsefni, enda ber að meta skáld eftir beztu verkum
þeirra, eins og fegurð gróðurs nær hámarki við blómgun og aldinþroska,
laufskrúð skógar í haustlitum og söngur svansins í sárum eða þá áður
en hann deyr.
Nokkurs konar inngangskvæði bókarinnar nefnist Hví skyldi ég ekki
um vorbjartar nœtur vaka. Það er að vísu háfleygt og fallegt, en minnir
um of á Einar Benediktsson, til þess að mér finnist það samboðið jafn-
þroskuðu skáldi og síra Sigurði.
Að öðm leyti skiptast Kvæði frá Holti i þrjá aðalflokka: LitiS um öxl,
SuSurfararvísu r og ViS farinn veg. Lengsta kvæðið í fyrsta flokknum,
Heilög vé, á hálfrar aldar afmæli Háskóla fslands, þótti dómnefnd viður-
kenningar vert, og em það auðvitað mikil meðmæli með því kvæði. Get
ég þess vegna sparað mér bæði lof og last um það ljóð, sem er hið yfir-