Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 52
48
Steingrímur Jónsson
Skímir
Þau falla svo oft illa að beygingakerfinu, að þau verða ann-
arleg í málinu og oft böguleg. Þó hafa á öllum öldum ís-
lenzkunnar verið til í málinu óíslenzkuleg orð og átt þar
sína ævi, oftast nær skamma, en stundum hafa þau lifað
áfram lengi. Kirkjan og kristnin komu með mörg erlend orð,
sem festst hafa í málinu, þótt sum þeirra séu ærið kyndug,
svo sem t. d. prédikun. Danir hafa þó getað samlagað þetta
orð sínu máli með því að breyta því í præken. 1 verzlunar-
málinu hafa erlendu orðin orðið skammlífari. Verzlunar-
hættirnir hafa tekið svo miklum breytingum og málið með,
og enn er þetta að gerast.
Nýyrði, sem varða tækni og vísindi, var tekið að mynda
á 18. öld. Á fyrra hluta síðustu aldar komu Fjölnismenn fram
með viðleitni til málvöndunar og málhreinsunar. Jónas Hall-
grímsson og félagar hans unnu þar merkilegt starf, og má ef
til vill rekja viðleitni þeirra í þessa átt að einhverju leyti
til danska málfræðingsins R. K. Rasks, er spomaði mjög á
móti þýzkum áhrifum þeim, sem danskan hafði orðið svo
mjög fyrir. Viðleitni Fjölnismanna bar góðan árangur, og
mátti sjá ýms nýyrði koma fram á allri öldinni með þeim
nýju menningarstraumum, er öldin boðaði. 1 fræðiritum Rók-
menntafélagsins, er vom mjög vandaðar þýðingar úr erlend-
um málum, komu mörg ný heiti og hugtök. Á 19. öld urðu
til eSlisfrœSi fyrir fysik, stærSafræSi, síðar stærSfrœSi, fyrir
mathematik. Mun Rjöm Gunnlaugsson yfirkennari eiga hið
síðarnefnda orð. Vom þessi orð fljót að festast í málinu. Eðlis-
fræði mun hafa verið til áður, en þó oftast í merkingunni
náttúrufræði.
Magnús Grimsson, síðast prestur á Mosfelli, þýddi eðlis-
fræði Fischers úr dönsku fyrir Rókmenntafélagið, og var hún
gefin út í Kaupmannahöfn 1852. Við þýðinguna naut hann
aðstoðar Rjörns Gunnlaugssonar og þakkar honum í formála.
Þar segir hann og: „Það sem eg hugga mig við um nýgjörv-
ingana er, að þeir einir af þeim muni ílengjast í málinu, sem
vel mega vera, en hinir týnast smátt og smátt af sjálfum
sér.“ Svo hefir það og farið, því þetta er eðli málsins. Þýðing
hans á resultanti krafta var úrverSandi, þetta hefir ekki