Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 151
Skírnir
Háskólabærinn Lundur í Sviþjóð
143
búið. Þeir hafa fullkomið næði, beztu fáanleg tæki, góða að-
stoð og fjárhagslegt öryggi. Enda eru afköst þeirra í sam-
ræmi við þetta.
Ég mun aðeins minnast á tvær menningarstofnanir í Lundi.
Stofnun, sem enginn, er til Lundar kemur, ætti að láta hjá
liða að skoða, er Kulturhistoriska museet eða Kulturen, eins
og safnið nefnist í daglegu tali. Þetta er eiginlega fremur
byggðasafn en fornminjasafn, þvi að hingað hefir aðallega
verið safnað suðursænskum munum. Safnið liggur að baki
Tegnértorgs. 1 hinum stóra og fagra safngarði hefir verið
komið fyrir um 20 gömlum húsum, meðal annars gamalli
skánskri kirkju. Þetta safn er ekki eign háskólans, en er í
nánu sambandi við hann. Hin stofnunin, sem mér er sérstak-
lega kær, er Háskólabókaasfnið (Universitetsbiblioteket) eða
UB, eins og það nefnist í daglegu tali. Það er í rauninni jafn-
gamalt háskólanum, því að í fyrstu reglugerð háskólans frá
1666 er talað um háskólabókavörð. Bókasafnið var lengi til
húsa í Konungshúsinu í Lundargarði, en frá 1907 hefir það
verið í hinni veglegu byggingu við Finngötu. Hvergi hefi ég
þar komið sem mér hefir þótt þægilegra að vinna en í UB.
IV
Ég hefi hér að framan nokkuð rakið fomt samband Lund-
ar og Islands. Gaman hefði verið að geta einnig rakið þau
tengsl, sem verið hafa á síðari tímum. En því miður eru eng-
in tök á því. Heimildir eru svo dreifðar, að ég hefi ekki haft
tíma til að leita þær uppi né safna þeim saman. Ég get að-
eins getið þess, að skáldjöfurinn Esaias Tegnér, sem m. a.
orti Friðþjófssögu, sem séra Matthías sneri á íslenzku, var
prófessor í Lundi á ámnum 1782—1846. Margir prófessorar
í Lundi hafa skrifað um norræn fræði og þá vitanlega haft
mikil áhrif á íslenzka fræðimenn, enda stuðzt mjög við ís-
lenzkar heimildir. Ég nefni sem dæmi Axel Kock, Elof Hell-
quist, Erik Noreen og Emst Albin Kock, sem harðast deildi
á Finn Jónsson. Og enn em íslenzk fræði í hávegum höfð í
Lundi undir ömggri leiðsögn þeirra prófessoranna Karls Gu-
stavs Ljunggrens og Gösta Holms, og svo var einnig, meðan