Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 170
162
Njörður P. Njarðvik
Skímir
meira eða minna. Er þá næst að minnast á Minni kvenna,
sem öllum er kunnugt undir nafninu Fósturlandsins Freyja.
Ég hef enga heimild um, að þetta kvæði hafi verið flutt á
þjóðhátíðinni, en efni þess ber með sér, að það hafi komið
fram þetta ár. Auk þess birtist það fyrst í Þjóðólfi 10. apríl
1875.1)
Fósturlandsins Freyja,
fagra Vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís!
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár;
þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár!
Kvæðið er sex erindi, hið fyrsta og síðasta eins. 1 öðru er-
indinu lofar skáldið móðurina, í þriðja meyjuna, í fjórða
erindinu konuna og raunar i því fimmta líka. Einhverjar feg-
urstu línur þessa kvæðis er að finna í fjórða erindinu:
Þó oss sólin þrjóti,
þróttur, fjör og ár,
grær á köldu grjóti,
góða dís, þitt tár!
Þá kemur hér lítið ljóð, aðeins eitt erindi, og er það hið
eina, sem séra Matthías yrkir þetta ár undir bragarhætti af
ætt dróttkveðins háttar. Þetta ljóð er, þótt undarlegt megi
virðast, ekki nefnt með þjóðhátíðarljóðum í bók Brynleifs
Tobíassonar, og þó getur ekki farið milli mála, að hér sé um
slíkt kvæði að ræða, þar sem það heitir Við burtför konungs
af Islandi. Undir titlinum stendur dagsetningin 11. ágúst
1874. F.kki virðist þetta ljóð þó neins staðar hafa komið fram
þetta ár, og hef ég ekki fundið það á prenti fyrr en í Ljóð-
mælum Matthíasar 1884. Kvæðið hljóðar svo:
!) Þess ber þó að geta, að þetta blað (1. og 2. bl.) Þjóðólfs er prent-
að tvisvar og í seinna skiptið dagsett 16. apríl.