Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 105
Skírnir
Tom Paine
101
höggvinn. En hlutverk Paine’s í þessum átökum öllum var
sízt til þess fallið að auka honum álit og vináttu Jakobína.
Ástæðulaust er að lýsa nánar þeim átökum, er nú fóru í
hönd. Girondínum varð á hver skyssan eftir aðra, en Jakob-
ínar virtust eflast við hverja raun, og þegar kom fram á sum-
ar 1793, voru þeir orðnir alls ráðandi.
Nú hófust dapurlegir tímar fyrir Paine. Vinir hans hurfu
hver af öðrum undir fallöxina, og sjálfur gat hann átt von á
því, hvenær sem var, að röðin kæmi að honum. I desember
1793 var hann tekinn fastur. Það var undir slíkum kringum-
stæðum •—• meðan hann beið eftir því, að höggið félli — sem
Paine skrifaði þá bók, er hvað mest varð til að eyðileggja
álit hans meðal almennings. öld skynseminnar heitir bókin
og er hvort tveggja í senn trúarjátning Paine’s og reiknings-
skil hans við heilaga kirkju. Fyrri hlutann hafði Paine rétt
lokið við, er hann var tekinn fastur, en síðari hlutann reit
hann í fangelsinu.
1 stuttu máli sagt leggur Paine mælikvarða skynseminnar
á heilaga ritningu. Paine var að sumu leyti dæmigert barn
18. aldarinnar. Hugsuðir hennar neituðu sjaldan tilveru guðs.
En þeir litu á hann fremur sem hina fyrstu orsök og sáu
sönnun fyrir tilveru hans einkum í lögmálsbundinni heims-
mynd Newtonismans. Það segir sig sjálft, að frá slíkri trú
er ekki stökkið langt yfir í hreina skynsemistrú. Aldrei komst
þó Paine svo langt. Hann segist sjálfur trúa á einn guð og
vonast eftir hamingju handan þessa lífs, en heldur virðist
sú trú ópersónuleg. Það er andi deismans, sem hér svífur
yfir vötnunum. Paine neitar því algjörlega, að Biblían sé
orð guðs. Allt hans eðli gerði uppreisn gegn þeim guði, sem
í Gamla testamentinu birtist. Jesúm Krist talar hann um
af virðingu, en guðdómlegu ætterni hans neitar hann þver-
lega. 1 stuttu máli sagt er Biblían honum ekkert annað né
meira en safn af lognum og, þegar bezt lætur, óáreiðanleg-
um frásögnum.
Ástæðulaust er að rekja röksemdir Paine’s þessu til stuðn-
ings. Tvær tilvitnanir nægja til að sýna tóninn:
„Sagan, tekin eins og hún er sögð [þ. e. boðun Maríu],