Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 117
Skírnir
Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng
113
óviðfelldið, og er fjórði sunnudagur kom fer prestur út
um dægramótin að skoða til veðurs. Er þá moldkafald;
samt grillir hann kirkjuna og garðinn; sér hann þá að
ófreskjur tvær sitja á kirkjugarðinum róandi móti hrið-
inni. Hann gengur að baki þeim og heyrir þær aftur og
aftur hafa upp orð þessi: „Gleðidagur, gulldagur, gefur
aldrei að messa!“ Lætur hann þær verða vara[r] við sig
og hvurfu þær þá af garðinum. Kafaldið hélzt um dag-
inn, en prestur sendi eftir mönnum og messaði, og þókti
þeim sem við vóru honum segjast í betra lagi.
Aðeins í fyrsta dæminu (I) eru öll atriði víxlkveðandinn-
ar saman komin, eins og hún er framin að jafnaði af Kale-
naZa-kvæðamönnum í Finnlandi. Þessi atriði eru (1) tveir
menn sitja, (2) takast í hendur, (3) róa sér meira eða minna
hart og (4) kveða á víxl annaðhvort vísuorð kvæðis eða er-
indis. 1 öðru dæminu (II) eru tvö atriði aðeins fullkomin:
konur tvær sitja (1) og róa sér (3), en aðeins önnur konan
kveður vísuna. I Finnlandi mega karlar aðeins kveða, en vera
má, að konurnar hér séu íslenzkar valkyrjur. I þriðja dæm-
inu (III) koma hrafnar tveir í manna stað; það gætu verið
hrafnar Öðins, og þeir kveða sitt orð hvárr (4). Til skýring-
ar þessum dæmum úr Sturlungu má benda á það, að draum-
vísur, draumkonur og spáfuglar, sem tala mannamál, eru allt
einkenni seiðmenningar um víða veröld (sjamanisma). Mik-
ið er af sams konar minnum í Eddukvæðunum um Sigurð
Fáfnisbana og Helgakviðunum, en Islendingar hafa venju-
lega talið, að þetta væru ævintýraminni.
1 fjórða dæminu (IV) úr þjóðsögumnn eru þrjú atriði full-
komin: tveir andar sitja (1), haldast í hendur (2) og róa sér
(3). Þeir kveða líka, en þess er ekki getið, að þeir hafi kveð-
izt á. I fimmta dæminu (V) eru tvö atriði fullkomin: tvær
ófreskjur sitja (1) og róa sér (3). En í stað þess að kveðast á
á víxl, endurtaka þær orð sin hvað eftir annað, og er það
sama aðferðin og galdralag hefur: ágæt tii særinga.
Aðgætandi er, að engin af draumvísumnn eða fyrirburða-
vísunum er undir sama hætti. Hin fyrsta er runhend, önnur
undir fornyrSislagi, hin þriðja er dróttkvœS og hin fjórða
8