Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 201
Skirnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
193
Chrobry (o: hinum djarfa) (992—1025), sem í ísl. heimild-
um gengur undir nafninu Búrizláfr. Innan skamms fóru höf-
undar sögulegra skáldsagna að sækja efni sín til hetjualdar-
innar, sem athygli þeirra hafði þannig verið vakin á.
Sá athyglisverðasti á meðal þeirra var Wladyslaw Jan
Grabski — gagnrýnandi, skáld, sagnfræðingur og skáldsagna-
höfundur, sonur frægs forsætisráðherra pólsku stjómarinnar
á ámnum milli 1920 og 1930. Árið 1947 sendi Grabski frá
sér flokk þriggja sögulegra skáldsagna, sem hann kallaði Sögu
Bronisz jarls, en hinir þrír aðskildu hlutar hans nefndust
Festar í Uppsölum, Á víkingaslóSum og ÁriS eitt þúsund.
Studdist hann við Heimskringlu og Jómsvíkinga sögu, og blés
hann lífi í hetjur hinnar frægu ormstu, er háð var árið 1000
við Svoldur vegna deilna þeirra, sem spunnust út af Sigríði
stórráðu, ekkju Eiríks Svíakonungs hins sigursæla. Hafði hún
áður verið lofuð Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi og varð
síðar kona Sveins tjúguskeggs, Danakonungs. Hún var dóttir
pólsks þjóðhöfðingja, Mieszko I, og því einnig systir Boles-
laws Chrobrys. Við þetta tækifæri bar hún sigur af hólmi og
varð völd að vígi fyrri ástmanns síns, sem hafði móðgað hana
með því að gefa henni utan undir í veizlunni, er haldin var
í tilefni af trúlofun þeirra. Með Sveini átti hún Knút
mikla.
Grabski hafði aflað sér mikillar sagnfræðilegrar þekking-
ar á fyrstu samskiptum Póllands við grannríki sín, sérstak-
lega við Norðurlönd. Hann lét ekki mótsagnir og óljós atriði
sagnanna á sig fá, heldur gaf hann ímyndunarafli sínu laus-
an tauminn og skapaði þannig heilsteyptan og sannfærandi
sagnabálk í óbundnu máli um þessa löngu liðnu tíma. Aðal-
persónan er hin fræga prinsessa Piast-ættarinnar, sem hafði
verið veittur svo virðulegur sess í annálum norrænna landa,
ástmey þriggja konunga og móðir Rnúts mikla.
Hröð atburðarás sagnaflokksins, snjallar persónulýsingar á
hinum ýmsu hetjum og sú sérstaka athygli, sem beint var að
Sigríði og Jómsvíkingum (dyggum bandamönnum Póllands),
varð til þess að stuðla að miklum vinsældum bókanna á meðal
almennings. Þegar árið 1961 varð ekki komizt hjá því að
13