Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 220
212
Ritfregnir
Sklmir
af því, að í fær. er orðið írí notað í eftirfarandi merkingn: ... 2/ (hist)
irsktalende (gœlisk-) sarover (vist nok isœr fra Hebríderne), heraf ned-
sœttende ord som irahópur (en flok vilde drenge el. lign), -pakk og -sáð
(pak, ros). Orðið konufólkaveSur í sambandinu hetta er ikki konufólka-
veSur minnir á isl. manmngfaveSur og menningjaveSur, sbr. HHÖrlorð.
153—156. Að lokum mætti minna á orðin tvorball og sögnina tvarballa,
er samsvarar ísl. þverballa, sem ég hefi áður ritað um í örlorð. 159—162.
Ég mun vera fáorður um formlega galla á bókinni. Þeir eru furðufáir.
Þeir, sem unnið hafa að orðabókum, vita, að erfitt er að komast hjá skekkj-
um. Ég skal aðeins benda á eina villu. Á bls. 482 er línan vað -s voð n
fiskestime. Jfr sildavað, tvítekin með smábreytingum. Þá skal ég geta
þess, að ekki er fullkomið samræmi um það, hvort orðtak er tilgreint á
tveimur stöðum eða ekki, ef um það má deila, hvert aðalorð orðtaksins er.
Mjög oft eru þau tilgreind á tveimur stöðum. Tel ég það óþarft og sóun
é dýrmætu rúmi.
Hálldór Halldórsson.
Webster’s Third New International Dictionary of the English
Language Unabridged. Editor in Chief Philip Babcock Gove, Ph. D. and
Merriam Websters Editorial Staff. G. & C. Merriam Company. Publishers
Springfield Massachusetts, U.S.A. 1961. Pp. 1—56a, 2662.
Einhverjir mundu kannske segja, að amerisk verzlunarmenning væri
illa komin, þegar hún neyðir fátæka prófessora eins og mig til að rit-
dæma orðabókarbákn eins og þetta fyrir 23 dollara. Orsökin er auðvitað
sú, að annars hefði ég orðið að borga 47,50 fyrir bókina. Ég ætla, að
þetta mundi vera um tveggja daga laun ameriskra eyrarvinnumanna eða
verkamanna í verksmiðjum. Svo að þetta er ekki mikið í samanburði við
það, sem ég varð að borga fyrir sömu bók, er útgefin var 1864. Ég keypti
hana af gagnfræðaskólastúdent á Akureyri 1913, en þessi skólabróðir
minn hét Magnús og var síðar kallaður Stormur. En bókin hafði verið
gefin íslenzka fræðimanninum Þorvaldi Bjarnasyni á Mel af orðabókar-
höfundinum Guðbrandi Vigfússyni í Oxford. Ég borgaði þá 25 íslenzkar
krónur fyrri þessa frægu bók. En á þeim dögum fékk vinnumaður á
Austurlandi 30 krónur í érskaup, vinnukona 15. Og þá var dollarinn
4,50 krónur dansk-islenzkar.
Aðalútgefandi þessarar orðabókar (1961) segir frá því í formála, að
uppsláttarorð í þessari bók séu yfir tiu milljónir að tölu. öllum þessum
orðum er lýst eftir nákvæma prófun notkunar. Þetta er auðvitað afar
mikilvægt, og eins og vera ber, en jafnmikilvægt er að láta tilvitnanir
tala fyrir sig; þvi var hinn mikli málfræðingur Otto Jespersen vanur að
segja: „Nur das Beispiel fiihrt zu Licht“, en ég hef það á tilfinningunni,
að ýmsar amerísk-enskar orðabækur hafi verið nízkar að þessu leyti.
En ósanngjarnt mjög væri að saka þessa orðabók um slíkt, þvi samkvæmt
formálanum hefur „mikilli mergð tilvitnana, flestum frá miðri tuttugustu