Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 232
224
Ritfregnir
Skímir
til „skemmtunar". Telja má yíst, að höfundum klerkarita hafi verið ]>að
keppikefli að hafa sögur sínar læsilegar, alþýðlegar og skemmtilegar.
ICirkjan yerður að tala með tungutaki alþýðunnar, ella falla séðkornin
sáðmannsins yið götuna, en ekki í frjóan jarðveg. En boðskapurinn eða
fagnaðarerindið situr auðvitað í fyrirrúmi í ritum kirkjunnar, enda ekki
líklegt, að þau hafi „skemmt“ mörgum. 1 Þorgils s. skarða er sagt frá því,
að kvöldið fyrir dauða sinn á Hrafnagili 1258 hafi Þorgils kosið að láta
lesa Tómas s. erkibiskups sér til gamans:
Var þá lesin sagan og allt þar til, er unnið var á erkibiskupi í kirkj-
unni og höggvin af honum krúnan. Segja menn, að Þorgils hætti þá og
mælti: „Það myndi vera allfagur dauði.“ Litlu síðar sofnaði hann. Var
þá hætt sögunni og búizt til borða (bls. 36).
Höfundurinn, sem er afar hliðhollur Þorgilsi, er hér á ísmeygilegan
hátt að líkja dauðdaga hans við bana Tómasar erkibiskups. Ég dreg í efa
heimildargildi þessarar frásagnar til að sýna, að það hafi verið venja ver-
aldlegra höfðingja um miðja 13. öld að lesa slíkar sögur sér til gamans
eða skemmtunar. Skyldi ekki felast nokkur sannleiki í orðum Grims prests
Hólmsteinssonar, að mönnum þyki allt langt, sem frá Krists köppum er
sagt? Hvernig væri að kalla ræður presta í prédikunarstólum skemmti-
sögur, sem væru til orðnar til að verða við skemmtunarþörf almennings?
Svipuðum andmælum má hreyfa gegn skoðun Hermanns, þegar hann
kallar Heimskringlu Snorra, Islendinga sögur eða Sturlungu skemmti-
sagnarit, þótt hann samtímis bendi á, að fróSleikurírm sé eitt helzta ein-
kenni þessara rita. En þetta er kleif torfæra, því að Hermann myndar
hugtakið „nytsamleg sagnaskemmtun“ (bls. 152) og telur til hennar sið-
ferðilegan og kristilegan boðskap, fróðleik eða hvers kyns sagnfræði, mann-
fræði, ættartölur o. s. frv. Orðið skemmtun merkir hjá Hermanni ekki
eingöngu „skemmtun“, heldur einnig „kirkjulegan áróður" og „sagn-
fræði". Má af þessu ráða, að visindahugtak Nordals hverfur að mestu í
„skemmtun" Hermanns.
Það er undrunarefni, að Hermann skuli ekki aukateknu orði tæpa á
fyrrgreindum skoðunum Nordals um þroska sagnaritunarinnar og ræða
hana nánar, úr þvi hann hyggst hrófla við þeim. Það er viðurkennd skoð-
un, að ris fornritanna sé í verkum Snorra og nokkrum fslendinga sögum
á 13. öld. Hermann reynir ekki að skýra þróunina út frá markaðskenningu
sinni. Getur skemmtunargildið og alþýðusmekkurinn einn skýrt þennan
listræna þroska? Og af hverju kemur hnignunin í lok 13. aldar, þegar
sagnaskemmtunin er að líkindum mun almennari en áður? Skyldi megin-
ástæðan ekki vera sú, að smekkur alþýðu ræður meira en fyrr?
Bók Hermanns minnir nokkuð á málflutning fyrir rétti: hann imprar
ekki á þeim atriðum, sem kynnu að sakfella skjólstæðing hans. Hann
minnist ekki á helztu bókmenntasögulegu heimild 12. aldar, hina svoköll-
uðu Fyrstu málfræðiritgerð frá miðbiki aldarinnar. En í henni segir, að
þau rit, sem tiðkist með íslendingum, séu lög, áttvisi, þýðingar helgar