Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 44
40
Gunnar Sveinsson
Skírnir
Nítjánda öldin hafði hafizt með harðindakafla, og ofan á
hann bættist síðan siglingateppa, sem stafaði af Norðurálfu-
ófriðnum. Einkum fór að syrta í álinn, eftir að Englendingar
réðust á Kaupmannahöfn og tóku danska flotann haustið 1807
og sögðu Dönum stríð á hendur í nóvemher sama ár. Magnús
Stephensen dvaldist í Kaupmannahöfn veturinn 1807—1808
og lét sér mjög annt um, að ráðstafanir yrðu gerðar til að
koma í veg fyrir hallæri á Islandi. Um þetta samdi hann til-
lögur í 17 liðum, og lagði þær fyrir kanzellíið vorið 1808. I
5. lið tillagnanna mælir hann kröftuglega með notkun hrossa-
kjöts og leggur til, að það verði vindþurrkað að dæmi Fær-
eyinga. Hann orðar þetta þannig: „At Hestekjöds Brug blandt
de Trængende með Iver og Kraft indföres, og til disses Red-
ning i Tide indkjöbes ved Fattigvæsenets Bestyrelse i hver
Böigd, og Understöttelse med en vis Sparsommelighed gives
deri, samt, da Salt og Foustager nu mangle, at det vindtörres,
saavel som Oxe- og Faarekjöd, efter Færöensernes Maade,
men —• fornemmelig bruges til Tugthuset.“56) Var síðan
skipuð nefnd til að athuga tillögur Magnúsar, og skilaði hún
áliti, sem staðfest var með konungsúrskurði 21.júlí 1808.57)
Er þar m. a. fallizt á tillögu Magnúsar um neyzlu hrossa-
kjöts. Því næst skrifaði rentukammerið Trampe stiftamt-
manni þann 30. júlí og fól honum að hrinda tillögunum í
framkvæmd.58) I bréfinu er skýrt frá því, að útbýta eigi
ókeypis á íslandi ritgerð eftir Magnús Stephensen um hag-
nýtingu innlendra fæðutegunda. Þessi ritgerð var prentuð í
Kaupmannahöfn 1808, og nefnist hún „Hugvekja til góðra
innbúa á Islandi. Að bón konungl. tilskipaðrar Commissionar
til yfirvegunar íslands nauðþurftar framsett og útgefin af
Magnúsi Stephensen.“ Trampe stiftamtmaður birti nokkrar
auglýsingar um efni samþykktanna í maí 1809, en minnist
þar ekki sérstaklega á hrossakjöt. Hins vegar birti Magnús
auglýsingu og ávarp til þjóðarinnar á vegum stiftamtsins,
dags. 18. sept. s. á. Þar er þessi kafli um hrossakjötsát:
„Og þareð einhver hin fyrsta skylda mannsins er: með öllu
leyfilegu og góðu móti að hjarga sínu og annara lífi, en ekki
að deyja úrræðalaus, eða sem agndofa, í ómennsku og sinnu-