Skírnir - 01.09.1987, Síða 59
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
265
holtsbiskupar lifðu ekki né dóu með slíkum ódæmum, enda eru
frásagnir af þeim stundum rýrar, sumum biskupum sleppt en þjóð-
sögur sagðar um aðra. Svo er um Svein biskup Pétursson „hinn
spaka“ sem sat á stóli 1466-76, en um hann segir séra Jón: „Þeir
héldu það, og svo hefir sagt verið að hann hafi skilið hrafna mál, og
margt hefir þar verið frá sagt, en það hafa menn ætlað að það muni
ekki hrafn hafa verið heldur eitthvað í hrafns líki, annaðhvort góð-
ur eða vondur engill.“ Síðan er lýst ýmsum spádómum Sveins.
Ekki er tímatal nákvæmara en svo að Sveinn er talinn hafa dáið
1470, en að réttu lagi hefur hann víst dáið 1476. Liðin eru 125-30
ár frá dauða hans þegar séra Jón semur rit sitt.
Mjög nákvæmar og traustlegar frásagnir hefjast með Stefáni
biskupi Jónssyni 1491-1518, enda er þá aðeins öld eða varlaþað til
skrásetningar. Föðurfaðir séra Jóns, Einar prestur Olafsson í
Görðum á Alftanesi og síðast í Hrepphólum (1497-1580), var
systrungur Stefáns biskups og dvaldist hjá frænda sínum í Skálholti
á unga aldri. Vitnar séra Jón einlægt til hans í þættinum um Stefán
biskup.
I Skarðsárannál eru fáar munnmælasagnir og ekki ítarlegar frá
15. öld og byrjun þeirrar 16. Við árið 1453 er sögn um átján þjófa
eða ránsmenn sem fangaðir voru „fyrir vestan Staðaröxl í einum
helli sem síðan er kallaður Þjófahellir. Sautján voru hengdir en einn
fékk grið.“ Þetta tilbrigði af Hellismannasögu er að stofni úr Gott-
skálksannál (þar við árið 1454), en Björn hefur þekkt sagnir til við-
bótar.
Önnur „sögusögn (eða þjóðsögn)“ sem útgefandi annálsins kall-
ar svo er við ár 1489, um gáleysis-orð Brands lögmanns Jónssonar
sem ollu því að maður skar tungu úr óvini sínum. En fyrsta ítarlega
og trausta frásögn Björns er frá atburði sem gerðist 1518, það er að
segja um 120 árum fyrir skrásetningu. Segir þar frá drápi hvíta-
bjarnar á Skaga, og er bjarnarbaninn Ketill Ingimundarson, afi
Björns annálaritara.
Þá er ég kominn að síðustu vitnisberum mínum, móðurföður
mínum og föðursystur. Afi minn Guðlaugur Ásmundarson var
bóndi í Fremstafelli í Köldukinn og dó hálfníræður árið 1945, þeg-
ar ég var 19 vetra. Eg held að mér sé óhætt að segja að hann hafi ver-