Skírnir - 01.09.1987, Page 117
SKIRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL
323
mig. Og stundum hugsa ég ekkert eða hugurinn er á reiki, hugsun-
in á sveimi, ég veit jafnvel alls ekki sjálfur að hverju hún beinist.
Hvers vegna vill fólk ekki hugsa um að hugsa? Svarið blasir við:
það er með hugsunina bundna við allt annað, það þarf að slíta sig
frá öllu öðru til að beina athyglinni að því sem beinist að öllu öðru,
að hugsuninni sjálfri. Slíkt er ekki aðeins erfitt, heldur illfram-
kvæmanlegt. Við erum oft gersamlega upptekin af öllu öðru, heim-
inum, hlutveruleikanum, sjálfum okkur og öðru fólki. Við erum of
upptekin við að hugsa um hlutina til þess að yfirvega eigin hugsun.
En engu að síður á viss yfirvegun sér sífellt stað. Öll hugsun hefur
í sér fólgna tilvísun til sjálfrar sín. Þessi sjálfstilvísun hugsunarinnar
er rót yfirvegunar. Hún lætur okkur leiða hugann að eigin hugsun,
en oftast agalaust og jafnvel án þess að við gerum okkur nokkra
grein fyrir því.
Nú er þess að gæta að það er ekki sama hugsunin sem yfirvegar
og er yfirveguð. Sú hugsun, sem er yfirveguð, er yfirveguð af ann-
arri hugsun sem sjálf er ekki yfirveguð. Þar með virðist blasa við
endaleysa í bókstaflegri merkingu þess orðs, endaleysa sem er
raunar ekki annað en tákn fyrir óendanlegt ferli hugsunarinnar
sjálfrar. Hugsunin getur aldrei höndlað sína eigin athöfn að hugsa.
I sjálfri athöfn sinni er hugsunin því ævinlega óyfirveguð.17
Þetta veit einmitt hugsunin í sinni daglegu önn. Hún veit það
ekki þannig að hún geti komið orðum að því nema þá með því að
segja að þessar vangaveltur um sig leiða út í bláinn . . . Þess vegna
vill hún ekki leiða hugann að þessu. Þetta raskar ró hennar. Hvaða
tilgangi þjónar að yfirvega líf sitt, er þetta ekki eins og að eltast við
skottið á sjálfum sér? Eða er kannski verið að reyna að fella hugs-
unina um lífið í kerfi, setja henni reglur, segja henni fyrir verkum?
Slík viðleitni væri ekki aðeins háskaleg, heldur dæmd til að mistak-
ast út frá þeirri gefnu staðreynd að hugsunin verður aldrei endan-
lega eða algerlega yfirveguð. Hugsunin er í eðli sínu frelsi eins og
Sartre kemst að orði um vitundina.
Það er einmitt þetta frelsi hugsunarinnar eða vitundarinnar sem
er staðhæft í þeirri heimspeki sem boðar að menn skuli yfirvega líf
sitt, takast á við eigin tilvistarvanda. Því fer víðs fjarri að slík heim-
speki vilji fella hugsunina um lífið í fastmótað kerfi hugsunar-
reglna. Tilvistarhugsun á í endalausri baráttu við þá óyfirveguðu