Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1987, Page 193

Skírnir - 01.09.1987, Page 193
SKÍRNIR RITDÓMAR 399 hverjir, ef einhverjir, raunverulega standi upp úr. En kannski seilist maður til að flokka hið nýja leikrit Birgis fremur undir uppskeru en gróðursetn- ingu, og skulu nú færð að því nokkur rök. Sögusvið leiksins Tími leiksins og rúm er skýrt greint: „Leikurinn fer fram í Reykjavík um miðjan sjötta áratuginn," segir í inngangslýsingu. „Sviðið er íbúð í stein- húsi. Ibúðin er á annarri hæð.“ Hér fer allur leikurinn fram. Fyrsti þáttur gerist að morgni til í apríl, annar þáttur um það bil viku síðar og þriðji þátt- ur mánuði seinna. Fjórði þáttur er tvískiptur: Fyrra atriðið gerist degi síðar en þriðji þáttur, lokaatriðið daginn þar á eftir. I lokaatriðinu er enn morgunn, en nú er rigning; þriðji þáttur hefst hins vegar á því, að ein lyk- ilpersónan (Alda) opnar glugga og ávarpar sólina. I lokaatriðinu er önnur helsta persónan (móðirin), sem hingað til hefur einbeitt sér að því að nýta það, sem til er á heimilinu, þvo og strauja, hins vegar búin að kaupa sér efni í nýjan sumarkjól. Tímasetning leiksins er nábundin byggingu hans; það, að hann gerist á vori og svo veðrabrigðin eru hluti af táknsæi höfundar. Nauðsyn þess að leikurinn gerist um miðbik sjötta áratugarins er kannski ekki eins brýn, þrátt fyrir tilvitnanir í verkföll, atómskáldskap og annað það, sem er partur af jarðsambandi hans; hann hefur almennari skírskotun en svo, að einkenni þessara ára skipti sköpum. Þó finnst manni leikurinn ekki eiga heima á öðrum tíma, en sú tilfinning helgast fyrst og fremst af öðru. Höfundur lætur opna líkingu koma fram milli persónunnar Oldu og systur sinnar, Sigríðar Freyju (hvernig sem hennar líf var annars, skáld umskapa veruleikann og hafa til þess fullt leyfi), og tónn verksins að öðru leyti er persónulegur, einkennilega nákomin upp- lifun, ef svo má að orði komast. Að þessu leyti minnir Dagur vonar á annað fjölskyldudrama, Dagleiðina löngu inn í nótt eftir Eugene O’Neill, leikrit samið með „blóði, svita og tárum.“ Þetta fær mann til að trúa því, að heið- arleiki höfundar gagnvart efni sínu hafi krafist þess, að leikurinn gerðist á umræddum tíma. Til eru ýmsar markverðar Reykjavíkurlýsingar frá þessum tíma, einkum í skáldsöguformi; ég nefni af handahófi Atómstöð Laxness, sem reyndar lýsir upphafi eftirstríðsáranna, Sóleyjarsögu Elíasar Mar og nú síðast eyj- arnar hans Einars Kárasonar; í leikskáldskap hefur Jökull Jakobsson lýst þessum árum af mestum tilþrifum. Ytri teikn tímans eru þó ekki aðalkeppi- kefli Jökuls, heldur andrúmið; sama máli gegnir um Birgi, þar eruþað sam- skipti persónanna, sem allt snýst um. Og skulum við nú skoða þær ögn nánar. Persónurnar Persónur leikritsins eru aðeins sex og búa allar í sama húsinu. Þegar leikur- inn hefst, eru tvær þeirra á sviðinu, Alda, „tuttugu og sex ára og geðveik“,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.