Skírnir - 01.09.1987, Síða 193
SKÍRNIR
RITDÓMAR
399
hverjir, ef einhverjir, raunverulega standi upp úr. En kannski seilist maður
til að flokka hið nýja leikrit Birgis fremur undir uppskeru en gróðursetn-
ingu, og skulu nú færð að því nokkur rök.
Sögusvið leiksins
Tími leiksins og rúm er skýrt greint: „Leikurinn fer fram í Reykjavík um
miðjan sjötta áratuginn," segir í inngangslýsingu. „Sviðið er íbúð í stein-
húsi. Ibúðin er á annarri hæð.“ Hér fer allur leikurinn fram. Fyrsti þáttur
gerist að morgni til í apríl, annar þáttur um það bil viku síðar og þriðji þátt-
ur mánuði seinna. Fjórði þáttur er tvískiptur: Fyrra atriðið gerist degi síðar
en þriðji þáttur, lokaatriðið daginn þar á eftir. I lokaatriðinu er enn
morgunn, en nú er rigning; þriðji þáttur hefst hins vegar á því, að ein lyk-
ilpersónan (Alda) opnar glugga og ávarpar sólina. I lokaatriðinu er önnur
helsta persónan (móðirin), sem hingað til hefur einbeitt sér að því að nýta
það, sem til er á heimilinu, þvo og strauja, hins vegar búin að kaupa sér efni
í nýjan sumarkjól.
Tímasetning leiksins er nábundin byggingu hans; það, að hann gerist á
vori og svo veðrabrigðin eru hluti af táknsæi höfundar. Nauðsyn þess að
leikurinn gerist um miðbik sjötta áratugarins er kannski ekki eins brýn,
þrátt fyrir tilvitnanir í verkföll, atómskáldskap og annað það, sem er partur
af jarðsambandi hans; hann hefur almennari skírskotun en svo, að einkenni
þessara ára skipti sköpum.
Þó finnst manni leikurinn ekki eiga heima á öðrum tíma, en sú tilfinning
helgast fyrst og fremst af öðru. Höfundur lætur opna líkingu koma fram
milli persónunnar Oldu og systur sinnar, Sigríðar Freyju (hvernig sem
hennar líf var annars, skáld umskapa veruleikann og hafa til þess fullt leyfi),
og tónn verksins að öðru leyti er persónulegur, einkennilega nákomin upp-
lifun, ef svo má að orði komast. Að þessu leyti minnir Dagur vonar á annað
fjölskyldudrama, Dagleiðina löngu inn í nótt eftir Eugene O’Neill, leikrit
samið með „blóði, svita og tárum.“ Þetta fær mann til að trúa því, að heið-
arleiki höfundar gagnvart efni sínu hafi krafist þess, að leikurinn gerðist á
umræddum tíma.
Til eru ýmsar markverðar Reykjavíkurlýsingar frá þessum tíma, einkum
í skáldsöguformi; ég nefni af handahófi Atómstöð Laxness, sem reyndar
lýsir upphafi eftirstríðsáranna, Sóleyjarsögu Elíasar Mar og nú síðast eyj-
arnar hans Einars Kárasonar; í leikskáldskap hefur Jökull Jakobsson lýst
þessum árum af mestum tilþrifum. Ytri teikn tímans eru þó ekki aðalkeppi-
kefli Jökuls, heldur andrúmið; sama máli gegnir um Birgi, þar eruþað sam-
skipti persónanna, sem allt snýst um. Og skulum við nú skoða þær ögn
nánar.
Persónurnar
Persónur leikritsins eru aðeins sex og búa allar í sama húsinu. Þegar leikur-
inn hefst, eru tvær þeirra á sviðinu, Alda, „tuttugu og sex ára og geðveik“,