Skírnir - 01.09.1987, Page 209
SKÍRNIR
RITDÓMAR
415
og gagnrýninni er beint að staðnaðri, aldagamalli hugmyndafræði, ekki
hvað síst undir forræði kirkjunnar, verða prestarnir fulltrúar spillts valds.
Það gerist síðan samhliða að viðjar hinnar opinberu hugmyndafræði taka
að losna og að einstaklingurinn fær aukið vægi, bæði í bókmenntum og
veruleika.
En voru þessir meintu raunsæishöfundar raunsæir? Eitt af því sem mér
sýnist rannsókn Matthíasar leiða í ljós er að það liggur alls ekki í augum
uppi. Aður hafa menn efast um að einkunnin „raunsær" hæfi Jóni Thor-
oddsen vel og umfjöllun Matthíasar sýnir svo ekki verður um villst að róm-
antísk hugmyndafræði og staðlað form skemmtisögunnar einkenna sögur
hans miklu fremur en „raunsæi", burtséð frá því hversu hált það hugtak er
í raun og veru. Ennfremur virðist sem Gestur Pálsson hafi verið meiri nátt-
úrurómantíker en maður hafði gert sér í hugarlund og ég fæ heldur ekki
betur séð en að Jón Trausti eigi flest sameiginlegt með rómantískum höf-
undum og leiða megi sterk rök að því að hið útópíska frásagnarsnið sé ein-
kennandi fyrir verk hans. Þá vekur það athygli manns hversu vel hug-
myndir Freuds í túlkun Matthíasar falla að verkum Þorgils gjallanda. I
verkum þessa merka mývetnska bónda höfum við langskýrustu dæmin um
togstreitu veruleika- og vellíðunarlögmáls; siðmenningar og hinna eðlis-
lægu, dýrslegu hvata.
Umfjöllun Matthíasar um Einar H. Kvaran leiðir líka á merkilegan hátt
í ljós hvernig hann þróast frá því að vera einhver mestur raunsæismaður
Veröandi - hópsins í upphafi, en verður síðan fullkomlega öndverður
grunnhugmyndum raunsæisins um leið og hann fer að boða siðfræði sína
um fórnfýsi og óeigingjarna skyldurækni. Það er kannski ekki hvað síst í
þessum kafla sem við höfum mjög skýrt dæmi um að formgreiningin skilar
Matthíasi verulega áleiðis við að draga upp haldgóða mynd af hugmynda-
legri þróun höfundar.
Þegar nær dregur aldamótum fara félagsleg öfl að mega sín minna í bók-
menntunum gagnvart einstaklingnum, sem fær aukið vægi. Frá þessu
skeiði fjallar Matthías meðal annars um sögur eftir Jónas Guðlaugsson og
er að því fengur. Þó má segja að um það gildi sama og um ýmsar aðrar sögur
bókarinnar, - að fengurinn sé aðallega fólginn í fræðilegri og afhjúpandi
greiningu fremur en að bókmenntalegt gildi verkanna risti svo djúpt.
Einar Benediktsson er hins vegar dálítið annar handleggur. Greining
Matthíasar sýnir enn betur hvað Einar var miklu frumlegri prósahöfundur
en margir hafa talið og að hann gegnir kannski stærra hlutverki í þróun ís-
lenskra bókmennta en menn hafa í raun og veru áttað sig á. Hins vegar er
ástæða til að spyrja í framhaldi af umfjöllun Matthíasar hversu víðtækar
ályktanir er leyfilegt að draga af ófullgerðu söguhandriti Einars, Undir
krossinum, ekki síst þar sem það stangast í veigamiklum hugmyndafræði-
legum atriðum á við sögur eins og Valshreiðrið og Svikagreifann, sem
Matthías greinir á mjög athyglisverðan hátt.
Vissulega hefur hér fátt eitt verið nefnt af þeim aragrúa sagna og sögu-