Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 35
Þórarinn Björnsson
að mynda nýjan samfélagshóp og falaðist eftir aðstöðu í húsnæði félaganna
við Amtmannsstíg. Frumkvæði þetta vakti nokkra tortryggni eldra
félagsfólks en hópurinn fékk loks inni í kristniboðshúsinu Betaníu og
myndaðist þar samfélag sem lifði í allmörg ár. Þar og í KSS, sem síðar
verður vikið að, kynntist Jónas meðal annars konu sinni Arníríði Ingu
Arnmundsdóttur frá Akranesi.
Um líkt leyti, eða haustið 1947, hófust einnig Biblíunámskeið í Vatna-
skógi sem voru vel sótt af unga fólkinu í KFUM og KFUK. Frumkvæðið
kom frá Bjarna Eyjólfssyni, sem eflaust hefur þar viljað koma til móts við
unga fólkið, en hann kvaddi Jónas og fleiri til hðs við sig til undirbúnings
námskeiðunum.10
Hvers vegna er ég kristinn?
Eitt af því sem Kristilegt stúdentafélag tók að beita sér fyrir á
styrjaldarárunum var starf á meðal yngri aldurshópa. Farið var að halda
kaffikvöld með nemendum á framhaldsskólastigi og vorið 1940 sá
Ástráður Sigursteindórsson, þáverandi formaður KSF, um biblíulestra í
fyrsta bekk MR og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Veturinn 1942-1943
stóð félagið síðan fyrir nokkrum fundum meðal framhaldsskólanema sem
urðu kveikjan að stofnun Kristilegs félags Gagnfræðaskólans í Reykjavík
(KFGR) í mars 1943. Félagið hóf meðal annars útgáfu á Kristilegu
skólablaði, en fyrsta tölublaðið kom út árið 1944. Um líkt leyti var farið að
halda kristileg skólamót með þátttöku nemenda úr flestum skólum
Reykjavíkur undir stjórn Jónasar.* 11
í fyrsta tölublaði Kristilegs skólablaðs flutti hinn sautján ára gamli
menntaskólanemi, Jónas Gíslason, vitnisburð sinn um það hvers vegna
hann væri kristinn.
Hvers vegna er ég kristinn? Þessari spurningu er auðvelt að svara. Ég
er kristinn vegna þess, að ég trúi á Jesúm Krist, Guðs son. Eg fann, oö
kall Jesú Krists hljómaði til mín, og þá sá ég, að ég var syndari, sem
þurfti á frelsara að halda. Ég fann, að ég með synd minni hafði fyrirgert
sonarréttinum hjá Guði. En Guði sé loffyrir það, að ég sá einnig dýrð Guðs,
10 Frásögn af fyrsta Biblíunámskeiðinu birtist í Bjarma 29. nóv. 1947. Námskeiðið, sem
stóð í rúma viku, var ætlað þeim sem voru yngri en 35 ára og voru þátttakendur alls
57. Sjá einnig Bjarma 21. júní 1947.
11 Fyrsta mótið var haldið í Kaldárseli 6.-7. maí 1944 og voru þátttakendur 20 talsins.
Mótin voru síðan ýmist haldin í Vatnaskógi eða Kaldárseli til að byrja með en fluttust
svo alfarið í Vatnaskóg þar til þau á áttunda áratugnum urðu svo fjölmenn um tíma að
halda þurfti þau í Vatnaskógi og Vindáshlíð samtímis.
33