Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 75
Jónas Gíslason
einkenni andstæðnanna og alþýðu hefur því þótt hún lýsa vel þessum
manni, sem átti eftir að lofa frelsara sinn betur og meir en aðrir hafa
gjört á íslenzka tungu. Munnmæli heyrði ég, meðan ég bjó úti í Kaup-
mannahöfn, um staðinn, þar sem smiðjan á að hafa staðið. Oft nam ég
staðar á því götuhorni og lét hugann reika til Hallgríms.
Hvað um það. Samfundir þeirra Brynjólfs leiða til breytinga á kjörum
Hallgríms. Hann sezt á skólabekk og stundar langskólanám um
nokkurra ára skeið. Enn virðist lífið brosa við honum og bein brautin fram-
undan. Hallgrímur hefur notið velunnara síns Brynjólfs, sem var virð-
ingarmaður með dönskum á þeirri tíð.
En bein braut varð ekki hlutskipti Hallgríms Péturssonar. Enn dró ský
fyrir sólu.
Sunnan úr Algeirsborg kom hópur landa hans, leystur úr ánauð eftir
margra ára dvöl meðal vantrúaðra. Því þótti þörf á að veita þeim endur-
uppfæðslu í hinum helgu fræðum, áður en heim yrði haldið, svo að tryggt
væri, að þeir hefðu ekki látið ánetjast neinum villulærdómum. Slík upp-
fræðsla var trúnaðarstarf og ekki öðrum trúandi fyrir henni en frómum og
vel menntuðum manni. Hallgrímur var valinn til starfans. Mjög er
líklegt, að hann hafi þar enn einu sinni notið velunnara síns Brynjólfs
Sveinssonar. Þessi starfi gat einnig drýgt rýrar tekjur námsmannsins.
En syndin er lævís og lipur, eins og ort hefur verið. Það fékk
Hallgrímur að reyna. Hann fellir hug til konu í hópnum, sem er þó einum
tíu árum eldri en hann sjálfur. Og það sem verra var. Hún var eiginkona
manns, sem eftir hafði orðið á íslandi við ránið, svo að hún vissi ekki, hvort
hann var enn lífs eða liðinn.
En þegar ávöxtur sambands þeirra varð ljós, dundi skelfingin yfir.
Hallgrímur hafði herfilega brugðizt trausti því, er honum hafði verið sýnt.
Með skömm var uppfræðslustarfinn af honum tekinn. Svo brotlegum
manni varð ekki trúað fyrir kristilegri uppfræðslu annarra. Námi hans
lauk einnig. Og nú lá leið hans heim til Islands við hlið þeirrar konu, er
heillað hafði hug hans. Er þangað kom, fengu þau þær fréttir, að
eiginmaður Guðrúnar Símonardóttur væri látinn fyrir nokkru. Gengu þau
þá í hjónaband og sonur þeirra var látinn bera nafn fyrri manns
móðurinnar.
Nú var svart framundan hjá þeim Hallgrími. Enn lokaðist vegur til
embættisframa á íslandi. Og hann virtist lokaður að fullu. Hann vann
fyrir sér með erfiðisvinnu á Suðurnesjum. Sagan segir, að aðbúðin hafi ekki
verið góð og fátæktin mikil. Enn eru til sagnir af dvöl Hallgríms þar
syðra. Fjalla flestar þeirra um þá gáfu, sem aldrei brást honum,
skáldagáfuna, en ekki mun allt hafa þótt til vegsauka, sem hann þá felldi
í stuðla. Þessi árin reynast Hallgrími því hollur skóli, en erfiður. Ef til vill
73