Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 191
Jónas Gíslason
Hann var drengur góður
Geir Hallgrímsson
Leiðir okkar Geirs Hallgrímssonar lágu fyrst saman í Menntaskól-
anum í Reykjavík. Hann var tveimur bekkjum á undan mér, þótt hann
væri aðeins ári eldri en ég. Eg veitti honum strax athygli, enda skar
hann sig úr fjöldanum, og margt bar til þess, að við urðum vinir. Lífs-
skoðun okkar var lík. Við höíðum báðir áhuga á stjórnmálum og skipuðum
okkur frá upphafi í raðir sjálfstæðismanna. Og við áttum samleið í afstöðu
til kristni og kirkju. Mér er minnisstætt, hve ég var honum þakklátur
eitt sinn, þegar hann á umræðufundi í Menntaskólanum í Reykjavík gekk
fram fyrir skjöldu til varnar kirkju og kristindómi, er að var ráðizt.
A fyrstu árunum eftir styrjöldina var í tízku að vera róttækur og um
skeið vorum við næsta fáir, sem héldum fast í hugsjónina um frelsi til
athafna, frelsi til orðs og æðis, innan eðlilegra marka. En við héldum
hópinn, nokkrir vinir og samherjar, og hittumst reglulega um árabil til
umræðna um landsins gagn og nauðsynjar. Við áttum sannfæringarkraft
æskunnar og vorum reiðubúnir að berjast fyrir framgangi þeirra mála, er
við töldum til heilla horfa, þótt á brattann væri að sækja um sinn.
Við vorum ungir og efnilegir, a.m.k. að eigin mati, og okkur dreymdi
stóra framtíðardrauma og lífið blasti við okkur. Við höfðum svipaða
heildarafstöðu til lífsins og tilverunnar. Við trúðum því, að mennskan legði
okkur oft þunga ábyrgð á herðar og vorum reiðubúnir að takast á við
vandann, enda trúðum við því, að leiðin til lausnar hans væri fólgin í því að
leggja ekki meiri hömlur á athafnaþrá og starfsgleði einstaklingsins en
brýnasta nauðsyn krefði.
Við vorum allir sammála um, að mannlíf mótað af siðaboðum kristinnar
trúar væri hið eina rétta markmið allra þjóðfélagsafskipta okkar og aldrei
mætti traðka á þeim, sem minnimáttar er.
189
L