Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 202
Reynslusaga vígslubiskupsins í Skálholti 1993
Ég átti eitt sinn tal við einn þjálfarann um Guð, og hún sagði, að trúin á
Guð væri alltof flókin og torskilin.
Ég svaraði: Nei. Þetta er mesti misskilningur. Að trúa á Guð er að
treysta honum! Svo einfalt er það.
Ég var kominn fram í annan æfingasal, er það rann upp fyrir mér,
hvað ég hafði sagt. Og Guð spurði mig: Treystirðu mér?
Auðvitað treysti ég þér, svaraði ég næstum hálfergilega.
Af hverju rístu þá ekki á fætur? Treystirðu mér ekki til að láta þig
standa?
Þá sá ég, hve ég var sjálfum mér ósamkvæmur. Ég sagði öðrum að
treysta Guði, en treysti ég honum sjálfur?
Ég lagði hendur á hnén, lokaði augunum og sagði hátt:
I nafni Jesú Krists: Rístu upp!
Ég reis á fætur og hef getað staðið síðan!
Ég hef verið prestur í 4o ár, kennt guðfræði í rúm tuttugu ár og ber
virðulegt starfsheiti vígslubiskups.
Samt féll ég á prófinu hjá Guði! Ég hafði ekki þorað að treysta honum.
Stífluð slagæð til heilans olli blóðtappanum og ég þurfti að gangast
undir smáuppskurð á hálsi. Allt gekk vel í fyrstu, en síðan fór að vætla úr
skurðinum. Ég var svæfður á ný og skurðurinn opnaður aftur.
Ég fékk meðvitund um hríð, meðan á þessu stóð, og fannst ég vera að
kafna. Ég barðist við að ná andanum, er blóðvilsa var alveg að kæfa mig,
en svo gafst ég upp.
Þá hélt ég, að öllu væri lokið, og fann, að ég var lagður af stað upp til
Guðs. Ég stefndi út úr myrkri inn í bjart ljós, heyrði óljóst tónlist í fjarska
og leið vel.
Þá varð mér allt í einu hugsað til eiginkonu minnar, sem hefur þolað með
mér súrt og sætt í rúm fjörutíu ár. Ósköp hefði líf mitt orðið tómlegt án
hennar.
Og ég sagði við Guð:
Góði Guð! Þú einn veizt, hvers virði hún hefur verið mér í lífinu. Fyrirgef
mér, Drottinn. Gefðu okkur fáein ár enn hér á jörð.
Næst vaknaði ég upp í gjörgæzlu á hjartadeild Borgardspítalans. Guð
hafði heyrt bæn mína.
Læknarnir höfðu haft áhyggjur af mér og kallað konuna mína upp á
spítala, ef eitthvað skyldi út af bera. Þegar útlitið var sem dekkzt, bað
hún tvenn hjón, vini okkar, að koma og biðja fyrir mér. Það var yndisleg
stund.
200