Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 152
Upprisan
Ef lærisveinarnir heföu búið til þessa sögu, hefðu þeir eflaust haft hana
allt öðru vísi, gjört meir úr hetju sinni, Jesú, lýst Qálglega upprisu hans
með sterkum orðum og gjört sem mest úr framgöngu sjálfra sín.
En hér er öllu þveröfugt farið. Enginn sá upprisuna sjálfa. Lærisvein-
arnir voru vantrúaðir og hikandi; sannleikanum var nánast þröngvað
upp á þá. En eftir að þeir höfðu sannfærzt og eignazt hlut í gjöfum Heilags
anda, voru þeir gjörbreyttir menn; eftir það urðu þeir óstöðvandi.
Sérhver skýring á því, sem gjörðist á páskum, verður að taka tillit til
þessara þriggja meginstaðreynda:
Gröfin var tóm.
Jesús birtist lærisveinum sínum á ýmsum stöðum ákveðinn tíma og
lærisveinarnir gjörbreyttust á hvítasunnudag.
Þetta varð sá grundvöllur, sem kristin kirkja byggir á. Meginstað-
reynd trúarinnar er upprisinn og lifandi frelsari, sem menn eiga að þjóna
í lífi sínu. Þessu trúðu lærisveinarnir sjálfir; upprisan var meginatriði í
allri kristinni prédikun frá upphafi. Kristnir menn fóru að koma saman á
upprisudegi Drottins í stað sabbatsins; svo mikilvæg er upprisan. Menn
voru teknir inn i söfiiuðinn í skírninni, sem var táknræn fyrir dauða og
upprisu Krists. Mönnum var difið niður í vatnið og reistir aftur upp úr því
sem tákn dauða frá hinu gamla og upprisu til nýs lífs. Og í heilagri
kvöldmáltíð eiga þeir lifandi samfélag við hinn upprisna frelsara sinn.
Upprisan — grundvöllur kristinnar trúar
í upphafi var að því vikið, að upprisan yrði ekki sönnuð með viðteknum
vísindalegum sönnunum; hún er einstæð, markar — samkvæmt mati
kristinnar trúar — þáttaskil í mannlegu lífi, er grundvöllur kristinnar
trúar.
Enda mundi litlu breyta frá sjónarmiði trúarinnar, hvort hægt væri að
sanna hana eða ekki. Trúin byggir ekki á vísindalegum sönnunum; hún
er annað og miklu meir. Menn geta trúað á tilveru Guðs án þess að eiga
persónulega lifandi trú á hann sem Drottin sinn og frelsara; menn gætu
trúað því, að atburðir páskadags séu sannir án þess að eignast lifandi
persónulega trú á hinn krossfesta og upprisna Krist.
Trúin er að kristnum skilningi alls ekki fullskýrð með því, að hún sé
samsinning ákveðinna trúarkenninga eða játning þeirra. Hún er fyrst og
fremst annað og miklu meir: Kristin trú er persónulegt samfélag við Guð í
Jesú Kristi; hún hefur jafn algjör áhrif í lífi trúaðs kristins manns nú á
dögum og hún hafði hjá fyrstu lærisveinunum, sem sjálfir mættu hinum
upprisna og lifandi frelsara. Trúin á Krist hefur umskapandi áhrif í lífi
150