Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 165
Jónas Gíslason
heiftarlegu ákærur Gyðinga á hendur honum, en heift Gyðinga var
alkunn, er trúarbrögð þeirra voru annars vegar.
Páll var rómverskur borgari að fæðingu og átti því að njóta réttar-
verndar og vera dæmdur samkvæmt rómverskum lögum, sem varla
gátu tekið til slíkra deilumála sem hér var um ræða
Lúkas ritar því samfellu sína til að sýna, hvernig Gyðingar frá upphafi
snerust gegn Jesú Kristi og fengu hann dæmdan til dauða, þótt Pílatus
hafi verið sannfærður um sakleysi hans. Hann þorði ekki að fylgja sann-
færingu sinni af ótta við reiði Gyðinga.
Síðan höfðu þessar deilur haldið áfram og þær hafi byggzt á afstöðunni
til Jesú Krists og trúarinnar á hann sem hinn fyrirheitna Messías og
eingetinn son Guðs.
í frásögn Lúkasar kemur glöggt fram, að allir þeir rómversku
valdsmenn, sem fjallað höfðu um mál Páls, höfðu sannfærzt um sakleysi
hans, en farizt líkt og Pílatusi forðum, að þeir þorðu ekki að sýkna hann af
ótta við reiði Gyðinga. Þetta gilti um alla þrjá, Gallíón, (18:12) Felix
(24:22) og Festus. (25:18-20) Einnig er minnt á afstöðu Agrippu konungs
(26:31) og varðstjórans Lýsíusar í Jerúsalem. (23:26)
Þá er auðveldara að skilja, hvers vegna sagt er svo nákvæmlega frá
varðhaldi Páls í Sesarreu.
Og loks er nákvæmlega rakin hrakningasaga Páls á leiðinni til
Rómaborgar til að sýna fram á, hve mikið hann hafði þegar orðið að þola
vegna ákæru Gyðinga.
Postulasagan skiptist í þrjá meginkafla með milliþáttum:
1) Fyrsti meginkaflinn fiallar um úthelling andans og stofnun kirkj-
unnar á hvítasunnudag. Síðan er greint frá upphafi frumsafnaðarins og
lýst lífi hans og starfi.
2) Annar meginkaflinn fiallar um, hvernig augu lærisveinanna lukust
upp fyrir þessari breytingu, fyrst Stefáns, Filippusar og Páls, og síðan
sannfærðust postularnir og frumsöfnuðurinn einnig um réttmæti.
3) Þriðji meginkaflinn segir frá Páli og starfi hans, handtöku og varð-
haldi í Sesaríu, málskoti hans til keisarans, för hans til Rómaborgar og
loks varðhaldi hans þar í tvö ár.
Sýn Péturs er annar höfuðatburður Postulasögunnar, enda er skýrt frá
henni þrisvar.
Afturhvarf Páls á leiðinni til Damaskus er hinn höfuðviðburður Postula-
sögunnar, enda er þess einnig getið þrem sinnum, jafnoft og sagt er frá
sýn Péturs.
I stuttu máli sagt virðist megintilgangur Lúkasar með ritun Postula-
sögunnar vera sá að flytja okkur söguna af starfi Páls, sem var fullgildur
postuli, kallaður af Kristi sjálfum í sýn við borgarhlið Damaskusborgar,
163