Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 42

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 42
„Sjáið merkið, Kristur kemur, krossins tákn hann ber“ Mál þetta dró verulegan dilk á eftir sér fyrir starf KSF, sem lögum samkvæmt er algjörlega ópólitískt og skiptir sér hvorki af pólitískum skoðunum meðlima sinna né annarra. Fljótlega eftir aðalfund var efnt til annars félagsfundar í kjölfar þess að fulltrúi SIK, Bjarni Eyjólfsson, sagði sig úr undirbúningsnefndinni. Kom nú betur í ljós að deilurnar vörðuðu einnig stefnu félagsins því ekki virtust allir vilja leggja sömu áherslu á KSF sem píetíska vakningahreyfingu. I kjölfar heitra umræðna á fundinum sagði Jónas af sér formennsku í KSF en hélt áfram sem formaður undirbúningsnefndar mótsins vegna eindreginna óska fundar- manna og varð síðar nokkurs konar framkvæmdastjóri við undirbúning mótsins þegar nær dró. Ekki náðist samstaða um það að fá prófessor Sigurbjörn sem ræðumann á mótið og telur Jónas að líklega hafi stjórnmálaafskipti hans þar vegið þyngst, en einnig ber að hafa í huga að nokkur blæbrigðamunur var á trúarafstöðu Sigurbjörns og þeirra sem fastast stóðu á hinum píetíska vakningargrunni.28 En eftir stóð að félagið var klofið í afstöðu sinni til Sigurbjörns og umræðan um stefnu félagsins var aldrei til lykta leidd. Hafði mál þetta allt talsvert neikvæð áhrif á áframhaldandi starf og einingu félagsmanna í KSF og dró úr jákvæðum áhrifum norræna kristi- lega stúdentamótsins sem að öðru leyti tókst í alla staði mjög vel.29 Enn flæktist Jónas í margslunginn vef stjórnmálanna tveimur árum síðar eftir að Sveinn Björnsson forseti andaðist og efnt var til almennra forsetakosninga í fyrsta sinn hér á landi. Var Jónas fenginn til þess að stjórna kosningaskrifstofu stuðningsmanna sr. Bjarna Jónssonar dóm- kirkjuprests, sem jafnframt var formaður KFUM í Reykjavík. Færðist brátt talsverð harka í kosningabaráttuna en svo fór að Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti með naumum meirihluta. Sr. Bjarni tók verulega nærri sér þá orrahríð sem af framboðinu hlaust og sjálfum er Jónasi ekki grunlaust um að hann hafi eignast einhverja óvildarmenn í hita leiksins, sem komið hafi sér í koll við prestskosningar síðar. Eftir þetta hætti Jónas fljótlega afskiptum sínum af stjórnmálum að mestu.30 Hann gerði sér fljótlega grein fyrir því að stjórnmál gátu ekki 28 Þess má geta að Sigurbjörn gerðist t.d. aldrei félagi í SJP. Sjá í því sambandi bók Sigurðar A. Magnússonar: Sigurbjörn biskup - ævi og störf Rvík 1988 bls. 207-211. 29 Umfjöllunina um norræna stúdentamótið 1950 og aðdraganda þess byggir greinarhöfundur að mestu á æviminningum Jónasar og eigin ritsmíð frá árinu 1982 er nefnist: Norræna kristilega stúdentamótið í Reykjavík 27. - 31. júlí 1950 og aðdragandi þess. Ritgerðin er til í vörslu höfundar og Kristilegu skólahreyfmgarinnar. Sjá einnig fundargerðabækur KSF og sjónarhorn Sigurðar A. Magnússonar í bókum hans: Sigurbjörn biskup - ævi og störf, Rvík 1988 bls. 211-214 og Ur snöru fuglarans, Rvík 1986 bls. 197-232. 30 Jónas tók þó talsvert virkan þátt í sambandi við Alþingiskos-ningarnar 1953 um 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.