Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 70
Molar um meistara Brynjólf
yrðu prentuð þar ytra, þótt minna yrði úr framkvæmdum. En svo mikið
orð fór af lærdómi og þekkingu Brynjólfs á íslenzkum handritum, að
konungur fór þess á leit árið 1650, að hann kæmi til Kaupmannahafnar
og annaðist útgáfu og prentun íslenzkra fornrita; biskup haftiaði því boði,
en hélt áfram að senda handrit utan.
Brynjólfur lét sér annt um hjúkrun holdsveikra, svo að dæmi sé nefnt.
VIII
Auðvitað var meistari Brynjólfur um margt barn síns tíma og mótaður
af samtíð sinni. Hann lifði og starfaði á þeim tíma, þegar réttrúnaðar-
stefnan setti svipmót sitt á kirkjuna; hann var fylgjandi lútersks
rétttrúnaðar. Hins vegar var hann jafnframt óhræddur við að halda í
ýmsar venjur úr kaþólskum sið; hann mun t.d. hafa sýnt Maríu Guðs-
móður meiri lotningu en þá var títt.
Galdrafár gekk yfir Evrópu á þessum tíma, þótt Island slyppi betur í
þeim efnum en mörg önnur lönd. Margt bendir til þess, að Brynjólfur hafi
átt sinn þátt í því, enda var hann talvert víðsýnni í þeim efnum en flestir
samtíðarmenn hans. Er kvittur komst á kreik um, að galdrakukl væri um
hönd haft í skólanum í Skálholti, tók hann tiltölulega vægt á þeim yfir-
sjónum unglinganna og leit á þær sem bernskubrek.
Yfirleitt lét hann sig miklu varða skólahald og menntunarmál klerka
sinna; hann reyndi að búa sem bezt að skólameisturum sínum, enda hélzt
honum yfirleitt vel á þeim; þá studdi hann efnilega nemendur til náms og
veitti oft fátækum efnispiltum ókeypis skólavist og styrk til framhalds-
náms. Vart þarf að efa, að hann hafi sniðið skólann í Skálholti að fyrir-
mynd þeirra dönsku skóla, er hann hafði kynnzt.
IX
Að lokum fáein orð um manninn sjálfan, meistara Brynjólf. Honum er
svo lýst, að hann hafi verið mikill vexti og þrekinn með rautt alskegg niðm-
á bringu.
Mikið orð fór af lærdómi biskups innanlands; ásamt röggsemi hans í
embætti aflaði hún honum óttablandinnar virðingar manna. Hins vegar
segir sagan, að Brynjólfur hafi verið lítillátur í tali við almenning og sýnt
h'tið tilhald í klæðaburði, svo að sumum hafi jafnvel þótt alveg nóg um.
Haft er eftir honum, að Guð hafi bent íslendingum á ullina af fé þeirra til
klæðagjörðar. Vafalítið er, að allur almenningur hefur htið til hans með
lotningu og vart þorað að nálgast hann eða ávarpa að fyrra bragði.