Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 91
Jónas Gíslason
eigi að sjá um rekstur hans, þar til „löglegur eignarmaður kæmi af
erkibiskupsins hendi“. Umsjón Skálholtsbiskups nær ekki til veitingar-
innar, heldur auðvitað til hins, að fylgjast með því, hvernig staðurinn er
setinn, og setja þar ráðsmann, ef staðarhaldari er ijarverandi, án þess að
hafa gjört nokkrar ráðstafanir um staðinn, en þær virðist síra Jón
Einarssonar engar hafa gjört í ijarveru sinni.
Hitt er augljóst, að engin fyrirstaða virðist vera fyrir því, að síra Jón
Einarsson setjist á Oddann í fardögum 1528. Af kærubréfi hans yfir
reikningsskilunum af hendi Ögmundar biskups kemur beinlínis fram, að
hann er þá seztur á Oddann.
Það er því rangt, þegar þessar deilur eru taldar tilraun Ögmundar
biskups til að taka sér vald, sem heyrði undir erkibiskupinn og sýna
skefjalausan yfirgang hans. Ögmundur hefur ekkert gjört í málefnum
Oddastaðar umfram það, sem honum bar bein skylda til, að sjá um, að
staðurinn færi ekki í niðurníðslu í fiarveru staðarhaldara.
Ekki verður nú séð, hvernig þessum deilum lyktar eða hvor lætur
undan síga. Og hvergi sést af skjölum, að erkibiskup hafi skipt sér af
málinu. Hitt virðist bert, að sættir takast með þeim síra Jóni og Ögmundi
biskupi eftir skamman tíma, enda var hinum skapbráða biskupi oft fljót
að renna reiðin.
Haustið 1529 er síra Jón Einarsson kvaddur í dóm af Ögmundi
biskupi. Veturinn eftir standa deilur milli biskups og síra Þórðar Einars-
sonar, bróður síra Jóns Einarssonar, sem var prestur í Hítardal. Síra
Jón blandast nokkuð inn í þær deilur, en virðist takast að hreinsa sig af
samsekt með bróður sínum. Eftir það verður ekki annað séð en full vinátta
haldist með þeim síra Jóni og Ögmundi til æviloka.
VII
Hvað er það að segja um kyndilmessuprédikunina frægu, sem áður er
getið? Fær það staðizt, að síra Jón hafi getað haldið hana?
Erfitt er að færa fullar sönnur með eða móti þessari sögu. Við fljótan
yfirlestur sést, að málum er nokkuð blandað og farið rangt með sum atriði í
frásögn síra Jóns Egilssonar í Biskupaannálunum:
a) Síra Jón er sagður prestur í Skálholti. Það er ekki rétt. Hann er
prestur í Odda. Hann dvelst þó líklega í Skálholti veturinn 1527-1528,
þangað til hann sezt á Oddann í fardögum 1528.
b) Þá er sagt, að Ögmundur hafi veitt síra Jóni Oddann. Það er ekki
rétt, því að erkibiskup veitti honum staðinn.
89