Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 68
Molar um meistara Brynjólf
Háskólaráð fjallaði um afsökunarbréfið og úrskurðaði, að enginn trúr
þegn konungs gæti skorazt undan að takast á hendur það embætti, er
konungur skipaði hann til þess að gegna; nú væri brýn þörf á, að Skál-
holtsstaður fengi röggsama forystu lærðs manns, er gæti komið skikkan á
málefni hans, ekki sízt menntunarmál íslenzkra klerka; þótti jafnframt
fáheyrt, að menn skoruðust undan biskupsdómi. Kanzlari konungs kvað
síðan upp þann úrskurð, að Brynjólfi væri skylt að gangast undir köllun
landa sinna; bæri honum því að leita á fund konungs, sem staddur var í
Gluckstadt við Elbu. Brynjólfur hraðaði sér á konungsfund, þar sem
skipun hans í biskupembættið í Skálholti var staðfest. Sneri hann síðan
aftur til Kaupmannahafnar, þar sem hann hlaut biskupsvígslu 15. maí
1639 og fékk hann hinn loflegasta vitnisburð fyrir lærdóm og mikla
mannkosti.
Hélt hann síðan heim til íslands.
Þetta er í stuttu máli forsaga þess Skálholtsbiskups, sem einna hæst
ber í lútherskum sið á Islandi; hann tókst embættið á hendur af skyldu-
rækni og hlýðni við konung, þótt hugur hans stæði til annarra hluta. En
eftir að teningunum var kastað, gekk hann hiklaust að þessu ætlunar-
verki af röggsemi og skyldurækni, eins og hans var vandi.
Heimkominn skrapp hann norður að Möðruvöllum í Hörgárdal og
kvæntist Margréti Halldórsdóttur lögmanns Ólafssonar.
V
Nærri má geta um umskiptin fyrir hann að koma frá höllum konungs
og höfðingja í fátækleg húsin í Skálholti, sem voru þá í talsverðri
niðurníðslu; þó þótti þessi staður bera af flestum þeim húsum, sem þá var
að finna á landinu. Hér þurfti að taka til hendi; engum var betur
treystandi til slíkra verka en einmitt Brynjólfi Sveinssyni.
Hann lét reisa nýja kirkju á staðnum; að vísu jafnaðist hún ekki á við
stærstu kirkjuna, sem staðið hafði í Skálholti á miðöldum, en hún tók fram
öllum þeim kirkjum, sem þá stóðu á íslandi; sparaði biskup hvorki
fjármuni né erfiði að gjöra kirkjuna sem bezt úr garði. Aflaði hann viða
erlendis frá sem og af rekafjörum innanlands; lét hann að dæmi sumra
forvera sinna draga kirkjuviðinn á ísum að vetrarlagi upp til staðarins.
Síðan fékk hann þekkta hagleiksmenn til þess að annast kirkjusmíðina.
Þessi endurreisn staðarins í Skálholti náði einnig til annarra staðar-
húsa, sem mjög voru farin að láta á sjá.
66