Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 66
Molar um meistara Brynjólf
næstliðin fímm ár. Fáir innlendir menn munu þá hafa staðið honum á
sporði að lærdómi og þekkingu og áreiðanlega enginn af jafnöldrum hans.
Auðvelt er að geta sér til um vonbrigði hans, er honum var engin
athygli veitt; höfðingjarnir virtust ekki sjá hann, flestir bundnir við störf
alþingis; ungi maðurinn hvarf í skuggann. Þetta endurtók sig að ári. Enn
var hann kominn í Skálholt, á sjálft biskupssetrið; hann var reynslunni
ríkari, enda vonir hans eflaust minni en fyrr, er hann ráfaði þar um
stéttir, án þess að menn sinntu honum. Þá glöddu hann boð frá gömlum
vini frá Kaupmannahöfn, Vigfúsi Gíslasyni skólameistara, er bauð
honum að heimsækja sig í Bræðratungu.
Þá var biskupslaust í Skálholti; Oddur biskup Einarsson andaður ári
fyrr, en eftirmaður hans enn eigi kjörinn. Vestfirðingar, sveitungar og
vinir unga mannsins, vildu gjarnan kjósa hann til biskups, en komu ekki
fram vilja sínum. Við erfiða keppinauta var að etja, þar sem annars vegar
var Gísli, sonur hins látna biskups, en hins vegar vinur hans, Vigfús
skólameistari. Trúlegt er, að hinn látni biskup hafi þá þegar verið búinn
að ganga þannig frá málum, að sonur hans hlyti embættið, sem og varð.
III
Um haustið sneri vonsvikinn ungur maður aftur til Danmerkur frá
landi feðranna; honum hefur lítt litizt þar framavon, sem Island var. Tók
hann á ný til við námið við Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann naut
tilsagnar hinna lærðustu manna og tók miklum framfórum. Orð fór að
fara af gáfum hans og lærdómi og þótti hann brátt með slyngustu og
rökfimustu mönnum í almennum kappræðum.
Sagnir herma, í nokkrum þjóðsagnastíl, að kennari hans hafi haldið
opinberan fyrirlestur að sjálfum konungi viðstöddum; að venju var
skipaður andmælandi og varð Brynjólfur fyrir valinu. Á hann þar að hafa
þjarmað svo að kennara sínum í rökræðum, að hann hafi lítt komið vörnum
við. Mun honum hafa sviðið ósigurinn fyrir nemanda sínum og urðu
fáleikar með þeim um hríð, en orðstír Brynjólfs fór vaxandi.
Enn hermir sagan, að grískur menntamaður hafi verið á ferð í
Danmörku; mætti hann Brynjólfi og hafði orð á því, að hann hefði engan
þann mann hitt í Kaupmannahöfn, er talaði betri grísku en sá íslenzki
maður. Lofaði hann Guð fyrir að hafa auðgað álfuna með svo hámenntuðum
manni. og undraðist, að sá maður kæmi frá hinu afskekkta eylandi í
norðri.
Nærri má geta, að Brynjólfi hafi staðið ýmsar dyr opnar, er hér var
komið sögu. Sumarið 1632 losnaði yfirkennarastaða við hinn þekkta
menntaskóla í Hróarskeldu; var honum boðin staðan og þáði hann hana
64