Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 34
„Sjáið merkið, Kristur kemur, krossins tákn hann ber“
einnig að jafnaði fyrir almennri guðsþjónustu og samkomu í húsi KFUM
og KFUK í Reykjavík og stundum víðar.
Tengslin við Hallesby og frekari kynni af norsku kristnilífi höíðu mikil
áhrif á marga leiðtoga innan KSF og KFUM og færðu með sér anda
norskrar heittrúarstefnu (píetisma) inn í raðir félaganna.7 Þá áttu
tengslin við Noreg drýgstan þátt í að farið var að standa fyrir kristilegum
vakningavikum á vegum KFUM og KFUK og halda almenn kristileg mót
hér á landi. Fyrst var farið í stuttar útilegur upp að Elliðavatni (1936-
1937), en síðan voru haldin íjölmenn mót í Hraungerði í Flóa (1938-
1941), á Akranesi (1942—1944) og loks í Vatnaskógi frá og með 19458.
Þessi mót höfðu mikla þýðingu fyrir ungt fólk í röðum KFUM og KFUK og
tók Jónas þar meðal annars þátt í að leika á gítar undir almennan söng
eftir að hann, nýtrúlofaður (1946), hafði fjárfest í slíku hljóðfæri!
Að vissu leyti má segja að hér á landi hafi andleg aflstöð hinna norsku
trúarstrauma ekki hvað síst verið á heimili þeirra hjóna, Guðlaugar
Arnadóttur og Sigurjóns Jónssonar bóksala, er bjuggu á Þórsgötu 4. Þau
hjón voru afar samhent í starfi sínu í KFUM og KFUK og opnuðu heimili
sitt fyrir ungu fólki sem komst til trúar um og eftir miðjan ijórða
áratuginn.9 Yfir veturinn hittist fólk þar á hverju laugardagskvöldi og
átti uppbyggilegt trúarsamfélag saman. Þessar samverustundir voru að
öllu jöfnu í umsjá Bjarna Eyjólfssonar, sem þau hjón höfðu tekið að sér á
unglingsárum, og sona þeirra hjóna, Gunnars og Arna.
Allt félagsfólk sem komst til meðvitaðrar trúar var boðið velkomið í
þetta samfélag, en um það leyti sem kynslóð Jónasar Gíslasonar var að
komast til vits og ára má segja að vart hafi verið húsrými fyrir fleiri í
samfélagið. Jónas og hópur ungs fólks úr félögunum tók þá að leita leiða til
Meðal einkenna norsku heittrúarstefnunnar á þessum árum má nefna mjög eindregna
áherslu á skýran afturhvarfsboðskap sem skýrskotaði til friðþægingardauða Krists en
syndameðvitundar og iðrunar mannsins. Þá var mikil áhersla lögð á persónulegt
trúarlíf, daglegan biblíulestur og samfélag trúaðra en varað við öllu því sem dregið
gæti menn frá Kristi. í sjálfu sér má segja að sr. Friðrik, sem upphaflega kynntist
starfi KFUM í Danmörku, hafi ætíð haft svipaðar áherslur og norska heittrúarstefnan
en þó með þeim mikilvæga fyrirvara, að sr. Friðrik hafði víðari sjóndeildarhring og var
munjákvæðari gagnvart hinu félagslega og menningarlega í starfi KFUM heldur en
sumir af eindregnustu fylgismönnum norsku heittrúarstefnunnar.
Helgi Hróbjartsson kristniboði ritaði stutta ritgerð um upphaf almennu mótanna í
semínari í kirkjusögu árið 1982. Ritgerðin heitir Hraungerðismótin. Sjá einnig um
mótin í Bjarma 1936-1945.
Upphaf Þórsgötusamfélagsins, sem svo var gjarnan nefnt, má rekja til þess er hjónin
Margrét Þorkelsdóttir og Páll Sigurðsson á Bræðraborgarstíg 25 (Akri) fengu Bjarna
Eyjólfsson til að koma, ásamt hópi ungs fólks, og sjá um vikulega biblíulestra á heimili
sínu um miðjan fjórða áratuginn, en Margrét átti þá oft ekki heimangengt vegna
lasleika. Þessar samfélagsstundir voruviðlýði í fáein ár á Akri en færðust síðan yfir á
Þórsgötu 4.
32