Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 77
Jónas Gíslason
Ég tel einmitt engan efa á því, aö ævi Hallgríms sjálfs og reynsla hafi
gefið honum þá trúarlegu sýn, sem nauðsynleg var til þess að geta ort
Passíusálmana. Hann hafði sjálfur fengið að reyna, hvílík sú kvöl er, sem
fylgir hinu mikla falli og algjörri útskúfun sem refsingu fyrir drýgð
afbrot. Hann hafði sjálfur staðið allslaus og án allra málsbóta, dæmdur og
sekur fundinn fyrir Guði og mönnum. I hinni sáru neyð hafði hann einnig
lært, hvert hjálpar var að leita, hvar styrkinn var að fá. Þá hafði hann
leitað til Hans, sem komið hafði inn í mannheim til þess að leita að hinu
týnda og frelsa það.
Með miklum rétti má segja, að sá maður einn geti skilið dýpt hinnar
guðlegu náðar og fyrirgefningar sem sjálfur hefur fundið sig dæmdan og
útskúfaðan í eigin lífi, án vonar, og ekkert séð nema hyldýpis glötun fram-
undan. Þeir munu oft vera hæfastir sem verkfæri í hendi Guðs til mikilla
verka í víngarði Drottins, er hafa hrasað svo, að þeir finna sig engar
málsbætur eiga, enga réttlætingu, ekki einu sinni í eigin huga, hvað þá
annarra. Það virðist einmitt vera sameiginlegt einkenni margra þeirra
manna, sem stærstu verkin hafa unnið í Guðs ríkis starfinu hér á jörðu.
Þeir virðast hafa lokið fuilnaðarprófinu og öðlazt dýpt þess skilnings, sem
nauðsynlegur er til þess, að Guð fái gjört nafn sitt dýrlegt fyrir líf þeirra
og starf.
V
Þegar við lesum Passíusálma Hallgríms Péturssonar, megum við aldrei
gleyma hinum mannlega bakgrunni þeirra. Við megum aldrei gleyma
hinum frelsaða syndara, sem sjálfur hafði fengið að reyna óendanlega
fyrirgefningu Guðs í eigin lífi og kunni því til fulls að meta, hvers virði
verk Jesú Krists á krossinum og upprisan er fyrir hann og alla menn.
Hann átti ekkert hjá sjálfum sér til þess að byggja á samfélag við Guð. En
hann hafði fundið grundvöllinn, sem Guð hafði lagt, Jesúm Krist. Og sá
grundvöllur brást aldrei. Það er þessi innilega trúarreynsla syndugs
manns, sem er einkenni og uppistaða Passíusálmanna. Og það er einmitt
þetta sama, sem hefur gefið þeim þá dýpt og það gildi, er ekki folnar.
Hallgrímur Pétursson lýsir einmitt reynslu hins synduga manns, sem
fundið hefur dóm Guðs ganga yfir líf sitt, en hefur síðan mætt hinni fyrir-
gefandi náð Guðs í syni hans, frelsaranum. Þess vegna getum við, synd-
ugir menn, sett okkur sjálfa í spor hans. Við skiljum tilfinninguna. Og við
finnum enduróm játninga sálmaskáldsins í eigin lífi.
Þess vegna er tónninn í sálmum Hallgríms svo sannur og ekta. Hér
talar hinn fullreyndi maður. Hér er ekki um að ræða þurrar fræði-
75