Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 150
Upprisan
Þessi tilgáta er fráleit. Konurnar höíðu áreiðanlega tekið vel eftir, hvar
hann var grafinn, til þess að geta veitt honum hinztu þjónustu.
Og hvers vegna í ósköpunum sýndu æðstu prestarnir þá ekki réttu
gröfina með líkama Jesú látnum, þegar farið var að boða upprisu hans?
Það hefði kveðið þessa nýju hreyfingu niður í eitt skipti fyrir öll. En þeir
gátu það ekki; gröfin var tóm; líkami Jesú var horfinn úr henni.
2) Jesús var ekki dáinn. Hann var aðeins í dái; svo lifnaði hann við í
gröfinni og komst út úr henni af eigin rammleik, auðvitað heldur illa á sig
kominn eftir allt, sem á undan var gengið.
Hvernig komst hann fram hjá vörðunum, án þess að þeir yrðu hans
varir? Og hvernig gat hann vakið trú lærisveina sinna á sig sem herra
lífs og dauða, ef hann birtist þeim hálfdauður og þurfandi aðhlynningar?
Og hvað varð síðar um hann? Hálfdauður maður, raknaður úr roti í gröf
sinni á þriðja degi, var ekki líklegur til þess að geta umbreytt ótta-
slegnum fylgisveinum sínum í sigurvissa lærisveina eða hvað?
3) Einhverjir hefðu getað stolið líkama Jesú úr gröfinni. Hverjir hefðu
getað verið þar að verki?
a) Æðstu prestarnir. Setjum svo, að þeir hafi viljað tryggja sér líkama
Jesú, svo að aðrir tækju hann ekki. Þeir vissu, að hann hafði sagzt mundu
rísa upp á þriðja degi; reyndar virðast þeir einir hafa munað eftir því eftir
krossdauðann. Þess vegna settu þeir verði við gröfina.
En hvers vegna í ósköpunum sýndu þeir þá ekki látinn líkama Jesú,
þegar farið var að boða upprisu hans? Það hefði endanlega þaggað niðin- í
lærisveinum hans.
Óvinir Jesú hafa áreiðanlega ekki stolið honum.
b) Lærisveinar hans hefðu getað gjört það. Gegn því eru þó tvenn rök.
Þeir gátu það ekki fyrir vörðunum. Pílatus hafði látið setja rómverska
hermenn á vörð við gröfina að beiðni æðstu prestanna til þess að tryggja, að
líkama Jesú yrði ekki stolið (Matt.27:65). Þegar líkami Jesú var horfinn
úr gröfinni, báru æðstu prestarnir fé á verðina og fengu þá til að segja:
„Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu
honum“ (Matt.28:13).
Þessi saga getur ekki verið fundin upp af kristnum mönnum; þá heföu
þeir ekki látið verðina sofa! Heföi það ekki þjónað betur málstað þeirra að
láta hinn upprisna yfirbuga verðina?
Hitt er spurning, hvort lærisveinarnir heföu stolið líkama Jesú, þótt
þeir heföu getað. Allar frásagnirnar bera með sér hryggð þeirra og von-
leysi. Þeir höfðu misst kjarkinn; þeir töldu sér hafa skjátlazt í fylgd sinni
við Jesúm. Þeim fannst hann hafa brugðizt vonum þeirra. En skömmu
seinna urðu þeir glaðir og fagnandi og urðu óstöðvandi í vitnisburði sínum
um hinn upprisna frelsara; engin leið var að þagga niður í þeim.
148