Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 135
Jónas Gíslason
En allt kom fyrir ekki. Dauðinn gat ekki haldið herfangi sínu. Kristur
reis upp frá dauðum; fyrir upprisu hans eigum við hlutdeild í eilífa lífinu
fyrir trúna. Og þennan einstæða boðskap hófu lærisveinarnir að boða í
Jerúsalem fáeinum vikum síðar, sama fólki og hafði séð hann krossfestan
og lagðan í gröf; þúsundir borgarbúa snerust til trúar á upprisinn og
lifandi frelsara.
Þetta eru í stuttu máli meginatriði þess einstæða boðskapar, sem menn
á öllum öldum hafa átt erfitt með að trúa og eiga enn erfitt með að trúa á
okkar dögum; og þó hefur Jesús Kristur átt fjölmarga lærisveina á öllum
öldum um gjörvallan heim og aldrei fleiri en einmitt nú.
Þegar til kastanna kemur, byggist afstaða manna til Jesú Krists ekki
á traustleika heimildanna um hann, heldur á persónulegri tileinkun
boðskapar hans. Guðfræðin hefur þar tekið við af sagnfræðinni í mati á
kenningum Nýja testamentisins.
II
Þegar spurt er, hvar kross Krists komi inn í þessa sögu, heyrir svarið
ekki undir sagnfræðina, heldur guðfræðina.
Ljóst er, að allir, sem gallað hafa um boðskap Nýja testamentisins, eru
sammála um eitt atriði: Jesús Kristur var tekinn höndum, dæmdur
dauðasekur og negldur á kross, þar sem hann gaf upp andann. Um þetta
er Biblían sammála sagnfræðingum gyðinga og Rómverja. Þetta er
almennt viðurkennd söguleg staðreynd; Kristur og krossinn heyra óað-
skiljanlega saman, enda hefur krossinn verið tákn kristinnar trúar um
aldir.
Er það ekki undarlegt, þegar þess er gætt, hvað krossinn var?
Krossinn var kvala- og smánartákn; glæpamenn einir voru negldir á
kross, þegar tahð var, að blóð þeirra mundi saurga jörðina. Þess vegna
voru aðeins verstu og ómerkilegustu glæpamenn krossfestir. Rómverskir
borgarar nutu þeirra forréttinda að vera höggnir með sverði, ef þeir voru
dæmdir til dauða. Krossinn var talinn hæfa þrælum og veslingum;
krossinn var talinn hæfa Kristi.
Krossinn var kvalafullt pjmdingartæki. Dauðdaginn var hægur og
kvalafullur, þar sem fórnarlambið hékk á nöglum, sem negldir voru
gegnum hendur og fætur, þar til það gaf upp andann. Að lokum var
maðurinn tekinn niður af krossinum og hvert bein brotið í líkama hans.
Krossinn var algengt pyndingartæki á þessum tímum. Rómverjar
notuðu hann óspart í löndum þeim, er þeir lögðu undir sig, m.a. á
Gyðingalandi, enda voru gyðingar í hópi þeirra, sem ollu Rómverjum
einna mestum erfiðleikum; þess vegna voru gyðingar krossfestir
133