Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 143
Jónas Gíslason
Guðfræðin glímir við hinztu rök mannlegrar veru, stöðu mannsins í
tilverunni og afstöðu hans til Guðs. Boðskapur Biblíunnar kallar sífellt á
fræðilega rýni og útleggingar; hér verður hver ný kynslóð um að íjalla og
finna hinum aldagamla boðskap þann búning, sem hentar samtíðinni. Við
getum aldrei látið okkur nægja umfjöllun fyrri kynslóða eina og sér. Hinn
þekkti svissneski guðfræðingur, Karl Barth, orðaði þetta eitt sinn svo: „Ég
legg stund á guðfræði í dag, af því að ég á að prédika á morgun.“
Kross Krists er tákn, sem við þurfum að bregðast við í hverri kynslóð,
svo að okkur verði ljóst gildi hans fyrir okkur og samtíð okkar. Því aðeins
getum við lifað hamingjuríkri tilveru hér á jörð, að við lifum í samræmi við
vilja og boð þess Guðs, sem skapaði okkur eftir sinni mynd til samfélags
við sig. Mannleg hamingja byggir ekki á efnislegum gæðum einum. Innsta
þrá mannsins beinist að svari við spurningunni um tilgang mannlegrar
tilveru. Ágústínus kirkjufaðir orðaði þessa mannlegu þrá eftir Guði eitt
sinn þannig: „Hjarta vort er órótt, unz það hvílist í þér.“
Það virðist tízka um þessar mundir að meta allt með efnislegum mæli-
kvarða; menn tala um nytjarannsóknir og gildi þeirra fyrir atvinnulífið
almennt. Stundum þykir þeim hinum sömu mönnum lítið koma til
rannsókna í guðfræði og öðrum húmaniskum fræðum; þær verði ekki látnar
á askana fremur en bókvitið forðum. Má það raunar furðulegt teljast í ljósi
þess, hvernig umhorfs er í mannheimi nú, þrátt fyrir allar ytri framfarir
í tæknilegum efnum. Augljóst virðist, að þær nægja hvergi einar og sér til
þess að tryggja frið og farsæld í mannheimi.
Ætli mannleg tilvera væri ekki farsælli, ef sá sannleikur yrði okkur
ljósari, að hamingja mannsins er ekki fólgin í efnislegum gæðum einum,
þegar allt kemur til alls. Mannleg hamingja er miklu fremur fólgin í því
að lifa lífinu í samhljóðan við þann tilgang, sem mannlegru tilveru er
settur af skapara hennar.
Hér skiptir guðfræðin óendanlega miklu; hún fjallar á fræðilegan hátt
um stöðu mannsins í hinni sköpuðu tilveru og reynir að gjöra grein fyrir
afstöðu hans til Guðs. Nýliðinn fóstutími og upprisuhátíð heilagra páska
ætti að minna okkur á hin eilífu gildin, sem mestu varða, þegar upp er
staðið
141