Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 84
Deilur um Odda
leyti. Er ekki ólíklegt, að hann hafí þá haldið utan til náms. Stefán
Karlsson handritafræðingur hefur athugað sérstaklega rithönd síra Jóns
Einarssonar. I bréfi til mín dagsettu 15. febrúar 1979 segir hann:
„Athugandi er að Jón Einarsson skrifaði bréf á þýsku 1519 (DI-VIII: 533,
sbr. (7) í skrá Árna Magnússonar um bréf með hendi Jóns í DI-IX: 379).
Rithönd hans er fullmótuð í elstu bréfunum 1514 og stingur mjög í stúf við
samtímahendur íslenskar. Ég tel því mjög líklegt að Jón Einarsson hafí
menntast erlendis fyrir 1514.“25 Þessi utanfór hefur þá verið á árunum
1503-1508.
Hvenær tekur síra Jón prestsvígslu? Það er ekki vitað. Hann er fyrst
nefndur í prestadóm 1512.26 Má því líklegt telja, að hann hafi tekið
prestsvígslu 1510, þegar hann lætur af störfum í Skálholti. Hans er
fyrst getið sem prests í Reykholti, sem þá var mjög gott prestakall.
Styður það fyrri staðhæfingu um, að hann hafi notið sérstakrar hylli
Stefáns biskups.
Næsti prestur í Reykholti á undan síra Jóni var síra Þórður Jónsson,
sem fékk staðinn 1503. Óvíst er nú, hve lengi hann hélt Reykholt. í
nafnaskrá Fornbréfasafns er hann talinn lifandi 1513.27 Það er þó engan
veginn öruggt, því að sá Þórður Jónsson, sem getið er það ár, gæti eins
verið síra Þórður Jónsson í Hruna, sem deyr 1514.28 Er því vel
hugsanlegt, að síra Jón Einarsson verði einmitt prestur í Reykholti 1510.
Þar er hann a.m.k. prestur 1518,29 en það ár tekur síra Ólafur Gilsson
við prestsskap af honum þar. Á þessum árum er síra Jón Einarsson
viðriðinn marga gjörninga. Getur það vel staðizt, þótt hann hafi verið
prestur í Reykholti allan þann tíma.30
Síra Jón Einarsson fer frá Reykholti 1518, sama ár og Stefán biskup
Jónsson andast. Er líklegt, að Ögmundur biskupsefni Pálsson hafi þá
þegar kallað hann í þjónustu sína, því að Ögmundur nefnir hann um þetta
leyti hvað eftir annað í dóm í Skálholti. Er síra Jón þar einatt nefndur
fyrstur klerka.31 Einnig er hann viðriðinn undirbúning að utanfór
Ögmundar til vígslu 1519.32
25 StK: Bréf.
26 DI-VII. 318, 322.
27 DI-VIII: 356.
28 TÞ: 51.
29 DI-VIII: 516.
30 DI-VIII: 318, 322, 375, 428B, 438, 452.
31 DI-VIII: 521, 522, 524.
32 DI-VIII: 543.
82