Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 145
Jónas Gíslason
Upprisan
Blekking eða staðreynd?
Verður upprisan sönnuð?
Upprisa Krists er meginstaðreynd kristins boðskapar og svo hefur
verið allt frá upphafi. Hún greindi kristindóminn frá gyðingdómi og
hneykslaði gyðingana mjög. Hinn krossfesti Jesús Kristur reis upp frá
dauðum og var með lærisveinum sínum. Páll postuli ritar svo í fyrra bréfi
sínu til Korintumanna: „Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki
heldur upprisinn. En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun
vor, ónýt líka trú yðar. Vér reynumst þá vera ljúgvottar um Guð, þar á
vér höfum vitnað um Guð, að hann hafi uppvakið Krist, sem hann hefur
ekki uppvakið, svo framarlega sem dauðir rísa ekki upp. Því að ef dauðir
rísa ekki upp, er Kristur ekki heldur upprisinn. En ef Kristur er ekki
upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar, og þá eru
einnig þeir, sem sofnaðir eru í trú á Krist, glataðir. Ef von vor til Krists
nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.“
(I.Kor.l5:13-19). Sterkara er tæplega hægt að kveða að orði um gildi upp-
risu Krists fyrir kristna trú.
Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna, hvort unnt sé að sanna
upprisu Krists, svo að óvefengjanlegt sé. Kristnir menn mæta oft þeirri
spurningu; og svarið við henni er afar einfalt: Við getum ekki sannað
upprisu Krists samkvæmt hinum almenna skilningi á sönnun, sem oftast
er notazt við.
Hvað er sönnun?
Sönnun er oft skilgreind þannig, að annaðhvort sé hún gefin í ytri
skynreynslu okkar, við séum sjónar eða heyrnarvottar, eða unnt sé að
leiða hana af athuganlegum fyrirbærum. Oft er sagt: Til þess að hægt sé
143