Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 129
Jónas Gíslason
kristilega ráðstefnan, sem haldin hefur verið, en þátttakendur voru hátt á
fjóröa þúsund.
Guðspjallið hittir mig með sérstökum hætti í dag. Þetta er undarleg
saga. Ranglátur ráðsmaður hafði farið með eigur húsbónda síns eins og
hann ætti þær sjálfur.
Stund reikningsskilanna rann upp. Hvað átti hann að gjöra? Svíkja
meir og pretta? Falsa fleiri skjöl og faktúrur og reyna þannig að koma
sér í mjúkinn hjá einhverjum? Kaupa sér vináttu einhverra með illa
fengnum auði?
Svo fór að lokum, að húsbóndinn neyddist til að hrósa honum. Hann
sýndi þó fyrirhyggju, er hann stóð frammi fyrir reikningsskilunum. Hann
reyndi að bjarga sér.
Getur hann verið okkur fyrirmynd?
Þetta er undarleg saga af munni Jesú, einkum sögulokin.
,Aflið yður vina með hinum rangláta mammon, svo að þeir taki við yður í
hinar elífu tjaldbúöir, þegar honum sleppir“.
Getur þessi rangláti ráðsmaður verið okkur fyrirmynd og þá í hverju?
Eigum við að fara að pretta og svíkja, falsa skjöl og reikninga, til að reyna
að bjarga eigin skinni? Illa virðist það samrýmast boðskap Jesú Krists.
Ætli hið eina eftirbreytniverða í fari hans hafi ekki verið sú staðreynd,
að hann horíði fram til reikningsskilanna og reyndi að búa sig undir þau,
á sinn hátt.
Við erum öll ráðsmenn hér á jörðu. Allt þetta, sem við dags daglega
köllum okkar eign, er alls ekki okkar, heldur hans, sem allt hefur skapað.
Jesús minnir oft á þetta, t.d. í dæmisögunum um talenturnar og
pundin. Við eigum að standa Guði reikningsskil ráðsmennsku okkar að
lokum.
Stöndum við þá ekki öll í sporum rangláta ráðsmannsins? Höfum við
ekki öll farið frjálslega með gjafir Guðs, eign hans, sem okkur var trúað
fyrir, rétt eins og þær væru okkar eign? Aldrei hef ég fundið þetta betur
en í ferð minni til Hong Kong og Manila.
Og spurning ónáðar mig stöðugt: Hvernig hef ég ávaxtað þær talentur,
sem mér var trúað fyrir?
Mælikvarði Krists er skýr: Hvað sem þér hafið gjört einum þessara
minna minnstu bræðra, það hafið þið gjört mér!
Allar manneskjur hafa sama gildi í augum Guðs. Hann elskar alla jafn
heitt, gaf líf sitt fyrir alla jafnt og reis upp frá dauðum öllum til lífs. Guð
elskar skinhoruðu konuna á gangstéttinni jafnt og vígslubiskupinn í
Skálholti.
127