Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 90
Deilur um Odda
1) Ögmundur biskup hefur dregið undir sig „allan ávöxt heilagrar
Oddakirkju í næstu forliðin ijögur ár“.
2) Ögmundur heldur tveimur jörðum fyrir Oddastað.
3) Ögmundur hefur látið dóm presta og leikmanna dæma um peninga
og innstæður Oddastaðar.
4) „Oddastaður hefur enn ekki sína fulla innstæðu sem honum ber og til
heyrir. Hér á ofan leggjandi á mig hatur og öfund fyrir það, að ég vil ekki
þessa kirkjunnar peninga út láta eða hér yfir þegja, að heilög kirkja í
Odda skuli svo missa sína eign og peninga.“
Vísar síra Jón málum sínum til erkibiskups.53
Af þessu er augljóst, að snarpar deilur hafa orðið með þeim síra Jóni og
Ögmundi biskupi vegna reikningsskila Oddastaðar, er síra Jón tekur við
honum í fardögum 1528.
Enginn efi er á því, að Ögmundi biskupi hafi stórlega mislíkað málalok í
Noregi í deilum sínum við Jón biskup Arason, þótt hann yrði að beygja sig
fyrir úrskurði erkibiskups og viðurkenna biskupsdóm Jóns Arasonar á
Hólum. Þarf heldur ekki að efa, að síra Halli hafi mislíkað að verða af
þessu vildarbrauði, og því ekki borið síra Jóni of vel söguna, er hann kom
heim. Loks hefur Ögmundi tæplega getizt of vel af vináttu síra Jóns við
Jón biskup Arason.
Þykir mér ekki ólíklegt, að Ögmundur biskup hafi sett síra Hall á
Oddann, meðan síra Jón var ytra, enda hefur síra Hallur oft verið talinn
prestur þar milli Jóns biskups Arasonar og síra Jóns Einarssonar, þótt
síra Hallur hafi auðvitað aldrei fengið löglega veitingu fyrir staðnum.5^
Þessi sárindi Ögmundar biskups blandast án efa inn í deilurnar um
reikningsskil Oddastaðar vorið 1528. Því hafa þær orðið enn svæsnari en
ella. Síra Jón segir Ögmund biskup „leggja á sig hatur og öfund.“
Þess misskilnings hefur gætt, að deilurnar um Odda hafi snúizt um
veitingarvaldið yfir staðnum.55 Þetta er alrangt eins og að framan segir.
Deilurnar stóðu aðeins um reikningsskilin. Og í dómi þeim, sem
Ögmundur útnefndi til að dæma um málin 8. júní 1528 og áður er getið, er
einmitt tekið fram, að þeir hafi rannsakað lögsögu Skálholtsbiskups yfir
„Oddastað eður öðrum þeim, sem erkibiskupsveizla er á“. Og dóms-
niðurstaðan er sú, að Skálholtsbiskup hafi alla lögsögu yfir staðnum og
53 DI-IX:379.
5^ SN:PP:64, neðanmáls; VG:SOdda: 49-50.
55 MM-II:209; JH:KÍ-II:4.
88