Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 74
Lofsöngur hins fullreynda manns
II
Undarleg er saga Hallgríms Péturssonar. Hann er náskyldur sjálfum
biskupi Hólabiskupdæmis, Guðbrandi Þorlákssyni, hinum mikla bóka-
útgefanda og menningarfrömuði. Ef hann er ekki fæddur á Hólum, þá
kemur hann þangað ungur að aldri, því að faðir hans, bræðrungur við
biskupinn, gegndi þar hringjarastörfum. Þá voru Hólar mesta menn-
ingarmiðstöð á Islandi. Þar var eina prentverk landsins. Þar var hver
bókin prentuð af annarri, svo að íslenzk alþýða mætti auka menntun sína
og þekkingu í meginkenningum þeirrar stefnu, sem unnið hafði sigur í
kirkjunni við siðbót. Biblían var prentuð, sálmabók og grallarinn, enda
talið, að engum einum manni sé það meir að þakka en Guðbrandi, að hinn
nýi siður, sem komið var á án alls undirbúnings með þjóðinni, hafi unnið
fullan sigur með alþýðu manna. Og bókaútgáfan var ekki bundin við Guðs
orð eitt, þótt það væri talið mest virði. Vísnabókin sá dagsins ljós og var
vandað til hennar eftir fóngum.
Þótt mjög væri liðið á starfsævi hins athafnasama biskups, er Hall-
grímur kom að Hólum, og hann aðeins 13 vetra sveinn, er biskup
andaðist, þarf þó ekki að efa, að það hefur verið honum hollur og góður skóli
að kynnast því menningarstarfi, sem þá reis hæst á Islandi.
Nú hefði mátt ætla, að sjálfum frænda biskupsins hefði verið auðsóttur
vegur til þeirra beztu mennta, sem unnt var að fá á þeim tíma. Svo
virðist þó ekki vera. Við vitum fátt um uppvöxt hans annað en að það, sem
hefur yfir sér ómengaðan þjóðsagnablæ, þótt telja megi sennilegt, að í
þjóðsögunni megi næstum alltaf finna einhvern sannleikskjarna. Við
vitum ekki, hvers vegna vegur Hallgríms lá ekki menntabrautina. Vel
má vera, að þar komi til skáldagáfa hans, en sagan segir, að honum hafi
oft verið of auðvelt að setja saman í hnyttnar stökur kímilegar lýsingar á
samferðamönnum og athöfnum þeirra, sem hafi ekki alltaf fallið fyrir-
mönnum vel í geð. Má því vel vera, að brottfór hans af staðnum hafi ekki
verið öllum harmsefni. Og svo mikið er víst, að þangað mun hann ekki
hafa átt afturkvæmt, svo að vitað sé. E.t.v er skýringuna einfaldlega að
finna í því að hinn ungi sveinn hafi ekki getað fest hug sinn við skólanám
að sinni, ævintýralöngunin hafi borið hann ofurliði.
Hið næsta sem við vitum um Hallgrím er, að hann er staddur úti í
Kaupmannahöfn við járnsmíðanám. Nú var nám í járnsmíði langt frá lítils
virði á þeim tíma, en óneitanlega hefði mátt búast við öðru framhaldsnámi
hjá biskupsfrænda eftir uppvöxt á menntasetrinu á Hólum. Þjóðsagna-
kennd verður að teljast sagan um það, hvernig Brynjólfur Sveinsson fann
Hallgrím úti í Kaupmannahöfn. Hann á að hafa heyrt hann blóta á
íslenzkri tungu inni í smiðjunni, er Brynjólfur af tilviljun gekk fram hjá.
Við vitum ekki um sanngildi þessa, en óneitanlega ber frásagan með sér
72