Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 115
Jónas Gíslason
Þetta er hið mikilvægasta að mati Krists, grundvöllur mannlegrar
tilveru á þessari jörðu. Ef maðurinn eignast samfélag við Guð, getur hann
eignast allt hið annað að auki.
Og þetta er ofureðlilegt að dómi kristinnar trúar. Maðurinn er skapaður
til samfélags við Guð og hann nær aldrei tilgangi lífs síns, fyrr en hann
hefur eignast þetta samfélag við skapara sinn og frelsara. Ekkert annað
getur komið þar í staðinn.
Og líf þess manns missir raunverulega marks, sem eignast ekki þetta
samfélag. Hann getur hlotið auð og völd, en þau endast honum aðeins
lengur eða skemur í jarðneska lífinu.
Þegar líður að lokum rennur upp fyrir okkur staðreynd, ef ekki fyrr, sö
frammi fyrir alvöru lífs og dauða verður algjört verðhrun á þeim gæðum
sem mölur og ryð fá grandað. Þá gilda þau verðmæti ein, sem fá staðist
frammi fyrir Guði.
„Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn, ef hann
bíður tjón á sálu sinni?“
Hefur ekki mannleg reynsla margstaðfest þessi orð? Sjáum við ekki
mörg dæmi þess að gnægð veraldar gæða megnar engan veginn sö
tryggja lífshamingju eða lífsfyllingu þegar allt kemur til alls?
Þar þarf annað og meira að koma til.
V
Nú má enginn misskilja orð mín svo að ég telji veraldleg gæði ill í sjálfu
sér eða öflun þeirra ranga, ef hún fer fram á heiðarlegan hátt. Auðvitað
getur enginn maður Hfað án þeirra í einhverjum mæli. Öll hljótum við að
keppa eftir því að uppfylla „eðlilegar þarfir“ íjölskyldu okkar og ástvina.
Það reynist aðeins svo erfitt að verða sammál um hvað séu eðlilegar þarfir.
En við megum aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd, sem Kristur
leggur áherslu á í boðskap sínum, að tilgangur mannlegrar tilveru er
annar og meiri en aðeins öflun slíkra gæða. Við megum aldrei grundvalla
líf okkar á þeim einum. Tilganginn finnum við aðeins í kærleikssamfélag-
inu við Guð. Þess vegna ríður á fyrir okkur að leita þess fyrst sem Guðs er.
Það er ekki Kristur sem hefur endaskipti á staðreyndum mannlegs lífs.
Það erum við mennirnir sem höfum endaskipti á þeim. Sú hætta liggur við
dyrnar að við gleymum hinum eina gilda grundvelli mannlegrar tilveru
— Guði sjálfum.
Og hætta virðist oft því meiri, sem við búum við meiri veraldleg gæði.
Fasteignin okkar, bíllinn, góð staða og trygg fjárhagsafkoma virðast
undarlega oft draga úr vitundinni um þörf okkar á að leita guðsríkisins.
Okkur finnst við geta séð um okkur sjálf, meðan allt leikur í lyndi.
113