Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 115

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 115
Jónas Gíslason Þetta er hið mikilvægasta að mati Krists, grundvöllur mannlegrar tilveru á þessari jörðu. Ef maðurinn eignast samfélag við Guð, getur hann eignast allt hið annað að auki. Og þetta er ofureðlilegt að dómi kristinnar trúar. Maðurinn er skapaður til samfélags við Guð og hann nær aldrei tilgangi lífs síns, fyrr en hann hefur eignast þetta samfélag við skapara sinn og frelsara. Ekkert annað getur komið þar í staðinn. Og líf þess manns missir raunverulega marks, sem eignast ekki þetta samfélag. Hann getur hlotið auð og völd, en þau endast honum aðeins lengur eða skemur í jarðneska lífinu. Þegar líður að lokum rennur upp fyrir okkur staðreynd, ef ekki fyrr, sö frammi fyrir alvöru lífs og dauða verður algjört verðhrun á þeim gæðum sem mölur og ryð fá grandað. Þá gilda þau verðmæti ein, sem fá staðist frammi fyrir Guði. „Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni?“ Hefur ekki mannleg reynsla margstaðfest þessi orð? Sjáum við ekki mörg dæmi þess að gnægð veraldar gæða megnar engan veginn sö tryggja lífshamingju eða lífsfyllingu þegar allt kemur til alls? Þar þarf annað og meira að koma til. V Nú má enginn misskilja orð mín svo að ég telji veraldleg gæði ill í sjálfu sér eða öflun þeirra ranga, ef hún fer fram á heiðarlegan hátt. Auðvitað getur enginn maður Hfað án þeirra í einhverjum mæli. Öll hljótum við að keppa eftir því að uppfylla „eðlilegar þarfir“ íjölskyldu okkar og ástvina. Það reynist aðeins svo erfitt að verða sammál um hvað séu eðlilegar þarfir. En við megum aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd, sem Kristur leggur áherslu á í boðskap sínum, að tilgangur mannlegrar tilveru er annar og meiri en aðeins öflun slíkra gæða. Við megum aldrei grundvalla líf okkar á þeim einum. Tilganginn finnum við aðeins í kærleikssamfélag- inu við Guð. Þess vegna ríður á fyrir okkur að leita þess fyrst sem Guðs er. Það er ekki Kristur sem hefur endaskipti á staðreyndum mannlegs lífs. Það erum við mennirnir sem höfum endaskipti á þeim. Sú hætta liggur við dyrnar að við gleymum hinum eina gilda grundvelli mannlegrar tilveru — Guði sjálfum. Og hætta virðist oft því meiri, sem við búum við meiri veraldleg gæði. Fasteignin okkar, bíllinn, góð staða og trygg fjárhagsafkoma virðast undarlega oft draga úr vitundinni um þörf okkar á að leita guðsríkisins. Okkur finnst við geta séð um okkur sjálf, meðan allt leikur í lyndi. 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.