Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 140
Kross Krists í Ijósi guðfræðinnar
Þetta skilur hann frá öllum öðrum, sem pyndaðir hafa verið og látið líf sitt
á þessari jörð.
Eg endurtek: Kristur var enginn píslarvottur; hann dó í stað syndugra
manna. Hann dó til þess í eitt skipti fyrir öll að brjóta niður vald dauðans
yfir mannlegu lífi. Hann dó til þess að ávinna mannkyni eilíft líf í
kærleikssamfélagi við Guð. Hann dó til þess að brúa bilið milli okkar og
Guðs. Hann dó til þess að rífa niður tjaldið, sem skildi okkur frá Guði. Þess
vegna var það táknrænt, sem gjörðist á sömu stundu og hann gaf upp
andann á krossinum: Fortjald musterisins riínaði ofan frá og niður úr.
Fortjaldið skildi almenning frá hinu allra helgasta; þangað mátti enginn
koma nema æðsti presturinn einn á hátíðum lýðsins; þá var tjaldinu svipt
frá. Leiðin til Guðs lá öllum opin og fær fyrir trúna á Jesúm Krist. Dauði
hans gefur eilíft líf hverjum þeim, sem þiggja vill náðargjöf Guðs í honum.
Þetta ávann hann okkur með dauða sínum, af því að dauðinn endaði í
upprisusigrinum. Þess vegna þjóna kristnir menn upprisnum og lifandi
frelsara.
Þess vegna höldum við föstu og minnum á boðskap hennar, boðskapinn
um krossinn, þar sem Kristur gekk undir dóm Guðs í okkar stað.
VII
Jesús Kristur er kærleikur Guðs holdi klæddur; hann tók á sig sektar-
dóm okkar og gaf okkur réttlæti sitt og sýknudóm.
Þetta eiga sumir erfitt með að skilja. Hvers vegna þurfti Guð að fara
þannig að? Þegar þannig er spurt, hefur dýpt og alvara kristins boð-
skapar enn ekki lokizt upp fyrir spyrjandanum.
Kærleikur Guðs er ekki og getur ekki verið fólginn í því einu, að Guð sjái
í gegnum fingur sér við okkur. Hvernig heldurðu, að himinn Guðs liti út, ef
við fengjum að koma þangað inn með synd okkar og uppreisn gegn Guði?
Ætli hann mundi þá ekki fljótlega breytast í sama eða svipaðan óskapnað
og tilvera okkar er hér á jörðu?
Sannleikurinn er sá, að við erum óhæf fyrir himin Guðs í okkur sjálfum;
við fáum ekki staðizt frammi fyrir Guði fyrir eigin verðleika. Guð þolir
enga synd í návist sinni. Það væri jafn óhugsandi og hitt, að tré stæðist í
eldi; það brynni þegar í stað upp til agna. Á sama hátt brynnum við
syndugir menn upp til agna í návist Guðs. Þetta er sá hræðilegi dómur,
sem kveðinn er upp yfir okkur, þegar við mætum staðreynd krossins.
Kærleikur Guðs valdi þá leið að hreinsa synd okkar burt. Um leið og
Kristur tók synd okkar á sig, gaf hann okkur réttlæti sitt. Dóminum yfir
synd okkar hefur þegar verið fullnægt; það gjörðist á krossinum á
Golgata, er Kristur lét negla sig á tré í okkar stað. Og það breytir öllu
138