Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 99
Jónas Gíslason
hliðum paradísar, sem lokað var eftir syndafallið. Kristur kom til að frelsa
okkur.
Elztu prédikanir Jesú finnum við hjá Mt. 4:17 og Mk. 1:14-15.
En prédikun Jesú er flutt, áður en hjálpræðisverkið er fullkomnað.
En ef við viljum fræðast um prédikunina, þurfum við að kynna okkur,
hvernig Jesús prédikaði sjálfur. Við víkjum að því síðar.
II Innihald prédikunarinnar
Segja má með miklum rétti, að fyrsta kristna prédikunin hafi verið flutt
af Pétri á hvítasunnudag, eftir að hjálpræðisverkið var fullkomnað og
lærisveinarnir fengið heilagan anda. Þegar við viljum kynna okkur
innihald kristinnar prédikunar, er bezt að leita til fyrstu prédikana
postulanna, sem sagt er frá í Postulasögunni.
Kristin prédikun boðar Krist. Svo einfalt er það. Allur annar boðskapur
er harla lítils virði, ef og þegar hann skyggir á Jesúm. Prédikun Péturs á
hvítasunnudag er fyrirmynd allrar kristinnar prédikunar, enda var
árangurinn af henni stórkostlegur. Pétur vitnaði um hinn krossfesta og
upprisna Jesúm, frelsarann.
Sagt er frá þessari prédikun í Post. 2:14-6.
Pétur byrjar á að minna á spádómana um Messías, hinn fyrirheitna
Guðs, er koma átti til að leysa lýð Guðs. Hann kom í Jesú
„Guð sannaði (hann fyrir) yður með kraftaverkum, undrum og táknum,
er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið (Post. 2:22b).“
„Þennan Jesú reisti Guð upp, og erum fér allir vottar þess. Nú er hann
upphafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við heilögum
anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið
(Post. 2:32-33).“
„Með öruggri vissu viti þá öll ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér
krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi (Post. 2:36).“
Þessi fyrsta kristna prédikun er einn dýrðaróður um Krist. Þannig á öll
kristin prédikun að vera.
Þeir stungust í hjörtun og spurðu: Hvað eigum vér þá að gjöra, bræður?
Þeir fengu svarið: „Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú
Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast gjöf heilags
anda (Post. 2:38).“
„Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð (Post. 2:40)
Og árangurinn lét ekki heldur á sér standa.
„En þeir sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust
við um þrjú þúsund sálir (Post. 2:41).“
97